Þrír Íslendingar á Durban II ráðstefnunni

Ráðstefnusalurinn þar sem Þrír fulltrúar Íslands sitja Durban II ráðstefnu …
Ráðstefnusalurinn þar sem Þrír fulltrúar Íslands sitja Durban II ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma fer fram Reuters

Þrír fulltrúar Íslands sitja Durban II ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma sem hófst í Genf í Sviss klukkan hálf níu að íslenskum tíma í morgun.

Samkvæmt upplýsingum skrifstofu fastanefnda Íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf fóru Kristinn F. Árnason sendiherra og Ingibjörg Davíðsdóttir, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á ráðstefnuna auk starfsnema í morgun.

Þátttaka í ráðstefnunni er mjög umdeild bæði vegna þátttöku Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta í henni og óánægju með lokauppkast að lokaskjali ráðstefnunnar.

Ástralar, Bandaríkjamenn, Hollendingar, Ítalir, Ísraelar, Kanadamenn, Nýsjálendingar og Þjóðverjar hættu við þátttöku í ráðstefnunni og sögðu hollensk stjórnvöld í gær, að þjóðir, sem hafi misjafnt orðspor í mannréttindamálum, reyndu að nota ráðstefnuna til að setja trúarbrögð framar mannréttindum, til að setja ónauðsynlegar hömlur á málfrelsi, til að hafna réttindum samkynhneigðra og til að gera Ísrael eitt landa að sökudólgi. 

Þá hafa nokkrar Evrópuþjóðir lýst því yfir að fulltrúar þeirra muni ganga út beri Ahmadinejad gyðingahatur eða aðra kynþáttafordóma á borð í ræðu sinni. Öll Norðurlöndin sitja ráðstefnuna.

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti við komuna til Genf
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti við komuna til Genf Pool
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna setti ráðstefnuna í morgun
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna setti ráðstefnuna í morgun Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert