Gera kröfu um gæsluvarðhald til 12. maí

Sakborningar ganga frá borði varskipsins Týs í lögreglufylgd í Eskifirði …
Sakborningar ganga frá borði varskipsins Týs í lögreglufylgd í Eskifirði í morgun. mbl.is/Helgi Garðarsson

Þrír karlmenn, sem voru um borð í belgísku skútunni Sirtaki, í hafa verið leiddir fyrir dómara á Austurlandi. Lögreglan hefur gert þá kröfu að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 12. maí. Búast má við því að mennirnir verði svo færðir á Litla-Hraun síðar í dag

Skýrslutökur eru hafnar og verður þeim haldið áfram fyrir sunnan.

Varðskipið Týr kom með skútuna, sem notuð var til að smygla 109 kílóum af fíkniefnum til Íslands um helgina, til hafnar á Eskifirði um áttaleytið í morgun.

Þrír menn voru handteknir í fyrradag og voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Þrír menn voru um borð í Sirtaki þegar sérsveitarmenn fóru um borð í skútuna í fyrrakvöld, tveir Íslendingar og einn Hollendingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert