Tjaldið fennti í kaf á klukkutíma

Fjallagarparnir frá vinstri: Birgitte, Isabelle og Anné
Fjallagarparnir frá vinstri: Birgitte, Isabelle og Anné mbl.is/Sigurður Mar

„Ég var svolítið hrædd, ekki síst við jökulsprungurnar. Ég vildi alls ekki fara yfir þær í svo vondu veðri. Við höfðum heldur ekki veðurspá við höndina því við vorum búnar að vera á göngu í átta daga en loftvogin féll stöðugt svo við töldum að veðrið myndi bara versna,“ segir franski fjallagarpurinn Isabelle Meyer sem ásamt stöllum sínum Annie Delale og Brigitte Blodau var bjargað ofan af Öræfajökli í gær.

Allar eru þær þaulvanar útivistarkonur og hafa farið í strembna fjallaleiðangra um víða veröld auk skíðaleiðangra á Grænlandi, Lapplandi og víðar. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa þurft á björgun að halda.

För þeirra þriggja hófst við Jökulheima sunnudaginn 12. apríl og var stefnan tekin á Grímsvötn og Hvannadalshnúk. „Þar vorum við fastar í miklum snjó,“ heldur Isabelle áfram. „Í nótt snjóaði svo mikið að það fennti yfir tjaldið okkar og við grófum það upp en klukkutíma síðar var það aftur komið á kaf.“

Daginn áður höfðu þær aðeins getað gengið um fjóra kílómetra en urðu þá að hætta vegna veðurs. „Við ætluðum upphaflega að fara Sandfellsleið en töldum að við myndum aldrei komast í þessu veðri. Þannig að við höfðum engin önnur ráð en að kalla eftir hjálp.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert