Hundruð slógu skjaldborg um Helguvík

Hundruð Suðurnesjamanna slógu í dag skjaldborg um álverið í Helguvík. Með gjörningnum vildu þeir tryggja að ekkert stöðvi þúsundir atvinnutækifæra á svæðinu.

Hópurinn samanstóð af fólki sem lætur sig byggingu álvers varða.Hópurinn vildi minna á að þrátt fyrir að fjárfestingarsamningur um álverið hafi verið afgreiddur á Alþingi eru ennþá brýn mál sem þarf samstöðu um í ríkisstjórninni. Í tilkynningu segir að enn sé hætta á að stjórnmálamenn nái að stöðva álversframkvæmdirnar með ósætti vegna afgreiðslu umhverfisþátta og hafnarframkvæmda.

Tæplega tvö þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum en þar er atvinnuleysi nú hlutfallslega mest á landinu. 

Í tilkynningu hópsins segir að ljóst sé að mikil ósamstaða sé á milli ríkistjórnarflokkanna um þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Helguvík. Miðað við 360 þúsund tonna álver skapist 1800 vel launuð störf sem séu lífsnauðsynleg fyrir Suðurnesin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert