Góð kjörsókn á Akureyri

Klukkan 10 í morgun höfðu 3,22% kjósenda skilað atkvæði sínu á Akureyri en klukkan 11 var talan komin upp í 8,30% sem er rúmu prósentustigi hærra en á sama tíma 2007. Sé farið lengra eða til 2003 var þátttaka 6,30%. Akureyringar virðast því hafa tekið vel við sér í dag.

Raðir mynduðust á nokkrum kjörstöðum en að sögn formanns kjörstjórnar á Akureyri hefur ferlið gengið vel fyrir sig. Kalt var í veðri á Akureyri í morgun þegar kjörstaðir opnuðu en nú er sólin farin að láta taka til sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert