Listin víki fyrir kosningar

Það hvarflaði væntanlega varla að nemum í Listaháskóla Íslands er þeir hófu vinnu við verk sín fyrir útskriftarsýningu skólans að verkin gætu varðað við lög. Sú virðist þó vera raunin í tilfelli þeirra Bergdísar Hrannar Guðvarðardóttur og Emils Magnúsarsonar Borhammar.

Verk Bergdísar verður hulið á Kjarvalsstöðum í dag, kjördag. En Emil býðst að flytja verk sitt, sendibíl fylltan myndum af þjóðþekktum einstaklingum, á Flókagötuna.

„Okkur var boðið upp á þann kost að loka sýningunni á kjördag, en það vildum við alls ekki,“ segir Finnur Arnar Arnarson, sýningarstjóri myndlistardeildar.

Sátt hefði því náðst um að þau verk sem talist gætu pólitískur áróður yrðu fjarlægð eða hulin.

„Annars held ég að það sé eiginlega heiður að eiga verk sem tekur þátt í þeirri pólitísku umræðu sem er í samfélaginu. Þannig eiga listirnar að virka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert