Fréttaskýring: Breyttar kröfur í viðræðum við verktaka

Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar í vetur og ...
Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar í vetur og er verktakinn, KNH ehf. frá Ísafirði, langt á undan áætlun. Mynd Vegagerðin
Verktakar þurftu áður að geta sýnt fram á að eigið fé væri jákvætt, en þar sem fá verktakafyrirtæki geta nú státað af slíkri stöðu hefur krafa um örugga verktryggingu verið sett í forgang. Þetta hefur aftur leitt til þess að rætt er við fleiri aðila við samningsgerð og sjaldnar en áður samið við lægstbjóðanda.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að síðustu mánuði hafi í auknum mæli verið kallað eftir upplýsingum frá fjórum til sjö lægstbjóðendum í útboði og farið sé yfir öll þeirra gögn áður en gengið sé til samninga. „Við förum fram á verktryggingar og förum yfir verkefnastöðu og ef fyrirtæki eru með mikið í gangi treystum við þeim stundum ekki til að skila stóru, nýju verki á umsömdum tíma,“ segir vegamálastjóri.

Hreinn segir að þetta hafi leitt til þess að oftar hafi verið samið við fyrirtæki sem eigi kannski þriðja eða fjórða lægsta tilboð. Aukin varkárni einkenni alla samningsgerð. Til að tryggja samkeppni á þessum markaði hafi ekki verið stætt á öðru en að taka út kröfu um jákvætt eigið fé fyrirtækja þar sem fá fyrirtæki séu með slíka fjárhagsstöðu. „Á móti erum við harðari á að menn hafi allar sínar verktryggingar í lagi og tækjakostur og fjárhagsleg staða sé þannig að bæði við og þeirra viðskiptabanki geti treyst því að þeir klári sig af verkinu,“ segir Hreinn.

Draga til baka tilboð í Raufarhafnarveg

Hann segir að flestir verktakar hafi haldið sínu striki. Fyrirtæki hafi til þessa staðið við tímasetningar sínar og ekki hafi borist tilkynningar um að fyrirtæki þurfi að hverfa frá verki. Ljóst sé þó að erfitt sé hjá mörgum, ekki síst þeim sem séu með tæki sín til dæmis á kaupleigu í erlendri mynt.

Spurður um fréttir þess efnis að Lýsing hafi tekið hátt í 40 vinnutæki verktakafyrirtækisins Klæðningar og hvort það hefði áhrif á vinnu á Lyngdalsheiði sagðist Hreinn ekki hafa upplýsingar um slíkt. Hann sagði að þetta dæmi væri það fyrsta sem gæti haft einhver áhrif.

Hins vegar hefði Klæðning dregið tilboð sitt í Raufarhafnarveg til baka. Fyrirtækið bauð 250 milljónir króna í framkvæmdina eða 55,9% af áætlun sem hljóðaði upp á 447 milljónir króna. Ekki hefur verið gengið frá samningum um verkið, sem á að vera lokið haustið 2010.

Lág tilboð í vegaframkvæmdir endurspegla ástandið í þjóðfélaginu á síðustu mánuðum. Nefna má af nýlegum dæmum að hið lægsta nítján tilboða í Álftanesveg nam 68% af kostnaðaráætlun, en Loftorka bauð 561 milljón í verkið. Kostnaðaráætlun nam 825 milljónum króna. Þrettán fyrirtæki buðu í framkvæmdir á Norðausturvegi. Hektar bauð 738 milljónir sem eru 51,3% af 1.440 milljóna kostnaðaráætlun. Heflun bauð 341 milljón í framkvæmdir á Vestfjarðavegi í Múlasveit eða sem nemur 58,8% af 580 milljóna áætlun.

Eins og áður sagði hefur í fleiri tilvikum en áður ekki verið samið við lægstbjóðendur á síðustu mánuðum.

Annað stærsta árið

Í nóvember síðastliðnum var ákveðið að bíða með öll verkútboð í vegagerð þar til séð yrði hver yrði framvinda efnahagsmála og hversu umfangsmikil lækkun framlaga til vegamála yrði. Í lok janúar greindi Kristján Möller, samgönguráðherra, frá því að á ný væri hafinn undirbúningur og auglýsing útboða vegna verkefna á næstu misserum í samræmi við samgönguáætlun og fjárveitingar 2009. Þrátt fyrir 6 milljarða króna lækkun útgjalda í ár er reiknað með að árið verði annað mesta framkvæmdaárið í vegamálum.

Á síðasta ári runnu um 25 milljarðar til framkvæmda og í ár mun tæplega 21 milljarður fara til framkvæmda. Áætlað er að um 14 milljarðar af framlagi til nýframkvæmda í ár séu þegar bundnir í verkefnum sem komin voru af stað í fyrra. Milli 6 og 7 milljarðar verða til ráðstöfunar í ný verkefni. Aðrir stórir liðir í vegamálum eru rúmir 5 milljarðar til viðhalds, 3,7 milljarðar til vetrar- og sumarþjónustu á vegum og 1,4 milljarðar til að styrkja ferjur og sérleyfishafa í fólksflutningum og innanlandsflugi.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...