Fréttaskýring: Breyttar kröfur í viðræðum við verktaka

Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar í vetur og ...
Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar í vetur og er verktakinn, KNH ehf. frá Ísafirði, langt á undan áætlun. Mynd Vegagerðin
Verktakar þurftu áður að geta sýnt fram á að eigið fé væri jákvætt, en þar sem fá verktakafyrirtæki geta nú státað af slíkri stöðu hefur krafa um örugga verktryggingu verið sett í forgang. Þetta hefur aftur leitt til þess að rætt er við fleiri aðila við samningsgerð og sjaldnar en áður samið við lægstbjóðanda.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að síðustu mánuði hafi í auknum mæli verið kallað eftir upplýsingum frá fjórum til sjö lægstbjóðendum í útboði og farið sé yfir öll þeirra gögn áður en gengið sé til samninga. „Við förum fram á verktryggingar og förum yfir verkefnastöðu og ef fyrirtæki eru með mikið í gangi treystum við þeim stundum ekki til að skila stóru, nýju verki á umsömdum tíma,“ segir vegamálastjóri.

Hreinn segir að þetta hafi leitt til þess að oftar hafi verið samið við fyrirtæki sem eigi kannski þriðja eða fjórða lægsta tilboð. Aukin varkárni einkenni alla samningsgerð. Til að tryggja samkeppni á þessum markaði hafi ekki verið stætt á öðru en að taka út kröfu um jákvætt eigið fé fyrirtækja þar sem fá fyrirtæki séu með slíka fjárhagsstöðu. „Á móti erum við harðari á að menn hafi allar sínar verktryggingar í lagi og tækjakostur og fjárhagsleg staða sé þannig að bæði við og þeirra viðskiptabanki geti treyst því að þeir klári sig af verkinu,“ segir Hreinn.

Draga til baka tilboð í Raufarhafnarveg

Hann segir að flestir verktakar hafi haldið sínu striki. Fyrirtæki hafi til þessa staðið við tímasetningar sínar og ekki hafi borist tilkynningar um að fyrirtæki þurfi að hverfa frá verki. Ljóst sé þó að erfitt sé hjá mörgum, ekki síst þeim sem séu með tæki sín til dæmis á kaupleigu í erlendri mynt.

Spurður um fréttir þess efnis að Lýsing hafi tekið hátt í 40 vinnutæki verktakafyrirtækisins Klæðningar og hvort það hefði áhrif á vinnu á Lyngdalsheiði sagðist Hreinn ekki hafa upplýsingar um slíkt. Hann sagði að þetta dæmi væri það fyrsta sem gæti haft einhver áhrif.

Hins vegar hefði Klæðning dregið tilboð sitt í Raufarhafnarveg til baka. Fyrirtækið bauð 250 milljónir króna í framkvæmdina eða 55,9% af áætlun sem hljóðaði upp á 447 milljónir króna. Ekki hefur verið gengið frá samningum um verkið, sem á að vera lokið haustið 2010.

Lág tilboð í vegaframkvæmdir endurspegla ástandið í þjóðfélaginu á síðustu mánuðum. Nefna má af nýlegum dæmum að hið lægsta nítján tilboða í Álftanesveg nam 68% af kostnaðaráætlun, en Loftorka bauð 561 milljón í verkið. Kostnaðaráætlun nam 825 milljónum króna. Þrettán fyrirtæki buðu í framkvæmdir á Norðausturvegi. Hektar bauð 738 milljónir sem eru 51,3% af 1.440 milljóna kostnaðaráætlun. Heflun bauð 341 milljón í framkvæmdir á Vestfjarðavegi í Múlasveit eða sem nemur 58,8% af 580 milljóna áætlun.

Eins og áður sagði hefur í fleiri tilvikum en áður ekki verið samið við lægstbjóðendur á síðustu mánuðum.

Annað stærsta árið

Í nóvember síðastliðnum var ákveðið að bíða með öll verkútboð í vegagerð þar til séð yrði hver yrði framvinda efnahagsmála og hversu umfangsmikil lækkun framlaga til vegamála yrði. Í lok janúar greindi Kristján Möller, samgönguráðherra, frá því að á ný væri hafinn undirbúningur og auglýsing útboða vegna verkefna á næstu misserum í samræmi við samgönguáætlun og fjárveitingar 2009. Þrátt fyrir 6 milljarða króna lækkun útgjalda í ár er reiknað með að árið verði annað mesta framkvæmdaárið í vegamálum.

Á síðasta ári runnu um 25 milljarðar til framkvæmda og í ár mun tæplega 21 milljarður fara til framkvæmda. Áætlað er að um 14 milljarðar af framlagi til nýframkvæmda í ár séu þegar bundnir í verkefnum sem komin voru af stað í fyrra. Milli 6 og 7 milljarðar verða til ráðstöfunar í ný verkefni. Aðrir stórir liðir í vegamálum eru rúmir 5 milljarðar til viðhalds, 3,7 milljarðar til vetrar- og sumarþjónustu á vegum og 1,4 milljarðar til að styrkja ferjur og sérleyfishafa í fólksflutningum og innanlandsflugi.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 49 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...