Forsætisráðherra fyrirbyggi hræðslu

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu er komið inn á hlutverk ríkisstjórnarinnar, þar á meðal hvað varðar fjölmiðlasamskipti. Þar segir að meginhlutverk ríkisstjórnarinnar sé að tryggja upplýsingamiðlun til almennings og að telja kjark í þjóðina á neyðarstundu.

„Forsætisráðherra er ábyrgur fyrir því að ríkisstjórnin komi einhuga fram og að tryggja skilvirka upplýsingamiðlun til almennings og fyrirbyggja hræðslu. Hann ber ábyrgð á að tryggja að upplýsingar séu settar fram tímanlega, á skýran og samhæfðan hátt.“

Þar segir einnig að brýnt sé að öll ráðuneyti komi að málum enda muni stjórnvöld standa frammi fyrir að taka mjög stórar og afdrifaríkar ákvarðanir. „Því er brýnt að ríkisstjórn standi sameinuð í meiri háttar ákvarðanatöku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert