Krían komin á Bessastaði

Krían er komin á höfuðborgarsvæðið.
Krían er komin á höfuðborgarsvæðið. mbl.is

Krían er komin í Bessastaðatúnið en nokkrir tugir fugla sáust þar í morgun. Þá sást til kríu í Leirvogi í Mosfellsbæ í gær. Höfuðborgarbúar líta gjarnan á kríuna sem táknmynd vorsins. Hún er nú fyrr á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu en oft áður, venjulega kemur hún ekki fyrr en um 10. maí.

Fyrstu kríurnar komu til landsins 20. apríl en 10-15 fuglar sáust við Ósland á Höfn þann dag. Fyrstu kríurnar sjást yfirleitt á bilinu 20.-22. apríl en meginþorri fuglana kemur um mánaðarmótin apríl/maí.

Kríurnar koma venjulega fyrst að landi í Hornafirði. Í fyrra sáust þær fyrstu 23. apríl og árið 2007 degi fyrr, 22. apríl.

Krían er einn útbreiddasti sjófuglinn á Íslandi. Varpstaðir eru á að giska 1.500 og pörin um 250 til 500 þúsund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert