Skerðing þjónustu óhjákvæmileg

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mbl.is/Kristinn

„Þessi yfirlýsing hefur borist mér í hendur og að sjálfsögðu tökum við hana mjög alvarlega. Því miður er niðurskurðurinn innan heilbrigðisþjónustunnar af þeirri stærðargráðu að mjög erfitt er að komast hjá því að þjónusta skerðist á einhverjum sviðum, jafnvel þótt það sé meginmarkmið okkar að koma í veg fyrir að svo verði,“ segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra um boðaða skerðingu þjónustu heilsugæslu höfuðborgarinnar.

Læknaráð heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu segir í ályktun að þjónusta heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu muni skerðast frá og með 1. maí vegna sparnaðarráðstafana yfirstjórnar heilsugæslunnar. Skerðing kemur til vegna minnkaðs tímaframboðs hjá heilsugæslulæknum.

Heilbrigðisráðherra segir að vandinn sé að allar stofnanir innan heilbrigðisþjónustunnar hafi þurft að draga úr kostnaði og heilsugæslan hafi reynt að forgangsraða með þeim hætti að minnka kostnað í stjórnsýslunni en komast hjá niðurskurði á beinum þjónustuliðum.

„Ég ítreka að þegar verið er að spara af þessari stærðargráðu þá er óskaplega erfitt að komast hjá því að þjónustan skerðist eitthvað. Ég er ekki bara að tala 6,7 milljarða sparnað í heilbrigðiskerfinu á þessu ári. Ég er líka að tala um þann gríðarlanga skuldahala sem Sjálfstæðisflokkurinn skilaði okkur út úr meintu góðæri, inn í kreppuna. Þar hefur heilsugæslan einmitt glímt við langan hala. Þetta eru erfiðleikarnir sem við stöndum frammi fyrir og það er ekkert auðvelt hlutskipti þeirra sem að halda þarna um stjórnvölinn,“ segir Ögmundur Jónasson.

Hann segir þetta krefjast yfirvegunar við alla forgangsröðun í ráðstöfun fjármuna. Strax og þessi ríkisstjórn, sem nú er í burðarliðnum, er tekin til starfa, muni hann efna til víðtæks samstarfs innan heilsugæslunnar við lækna og aðrar stéttir sem þar starfa.

„Vandinn er sá að á undanförnum misserum hefur þetta samráð verið forsómað en ég tel hins vegar að það sé forsenda þess að okkur takist farssællega að komast í gegnum þessa erfiðleika. Það kallar að sjálfsögðu á samstarf allra hlutaðeigandi stétta. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði. En ég legg áherslu á að við munum aldrei komast út úr þessu nema með víðtæku samráði og samstarfi og ég mun hið allra fyrsta, strax og ný ríkisstjórn er tekin formlega til starfa, efna til slíks samstarfs með heilsugæslulæknum og öðrum starfsstéttum innan heilsugæslunnar,“ segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »

Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

05:30 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi. Meira »

Aukið framboð á félagslegu húsnæði

05:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Meira »

Neysluvatn í Atlavík ekki drykkjarhæft

05:30 Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.   Meira »

Vill tryggja útgáfuna

05:30 „Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“ Meira »

Vöxtur á landsbyggðinni

05:30 Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út. Meira »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...