Föst út í Gróttu

Börnin fóru út í Gróttu.
Börnin fóru út í Gróttu. mbl.is

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var í morgun kallað út til að aðstoða börn og fullorðna sem voru strandaglópar út í Gróttu. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu mátti skilja að fólkið væri í hættu á flæðiskeri, en það reyndist ekki vera.

Í hópnum eru 7 börn á aldrinum 8-9 ára og þrír fullorðnir. Þau voru í gönguferð í fjörunni og fóru út í Gróttu. Þegar flæddi að komust þau ekki til baka og óskuðu því eftir aðstoð. Slökkviliðið sendi út tvo slöngubáta til að sækja börnin og forráðamenn þeirra. Annar báturinn fór frá flugvellinum en hinn var bátur sem geymdur er við Tunguháls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert