„Á enn langt í land með að ná sér“

„Hún á langt í land enn með að ná sér, bæði líkamlega og andlega. Það stórsér ennþá á henni, aðallega í andliti. Það á einnig eftir að taka langan tíma að vinna úr sálarlífinu, “ segir Hrönn Óskarsdóttir, systir stúlkunnar sem numin var á brott í liðinni viku og barin til óbóta í Heiðmörk. Að sögn Hrannar mun systir hennar byrja í áfallahjálp hjá áfallateymi Landspítalans síðar í vikunni. 

Að sögn Hrannar fór fjölskyldan fljótlega eftir árásina út úr bænum, en kom heim aftur í gærkvöldi. Þá mættu allir vinir stúlkunnar í heimsókn með blóm og bangsa. Segir Hrönn að systur hennar hafi þótt afar vænt um að finna þann hlýhug og stuðning.  

„Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi bæði frá þeim sem þekkja okkur en líka frá þjóðinni, sem skiptir hana öllu máli. Síminn hefur ekki stoppað. Fólk er líka mjög reitt yfir því að svona geti gerst. Það geta allir samsamað sig með þessu því það eru unglingar í nær öllum stórfjölskyldum. Margir eru reiðir yfir því að hægt sé að vera laminn í köku ef þú gerir eða segir eitthvað sem einhverjum mislíkar,“ segir Hrönn og tekur fram að mikilvægt verði að dómarnir yfir árásarstúlkunum sendi skýr skilaboð um að svona hegðun verði ekki liðin í samfélaginu. 

Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að unglingsstúlkurnar sem réðust á systur Hrannar munu að öllum líkindum sleppa með frestun ákæru eða skilorðsbundinn dóm, þó þær geti verið ákærðar fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, fjárkúgun og hótanir. 

„Almenningur þarf að verða sér meðvitaður um að þetta er í gangi hjá unglingum í dag. Við fullorðna fólkið getum ekki stungið hausnum í sandinn og látið eins og þetta sé ekki að gerast. Það er í okkar valdi að stoppa þetta. Þess vegna þarf að koma dómur sem sendir skýr skilaboð um að þessi mál séu tekin alvarlega og að þjóðfélagið sætti sig ekki við þetta. Við aðstandendur munum aldrei sætta okkur við einhvern málamyndadóm,“  segir Hrönn og bætir við:  „Systir mín var heppin, hún sleppur án varanlegra líkamlegra örkumla. En verði ekki send skýr skilaboð þá heldur þessi hegðun áfram og þá kemur að því að líf einhvers unglings á eftir að eyðileggjast. Við getum ekki bara látið eins og ekkert sé. Við þurfum að stoppa þessa hegðun,“ segir Hrönn og tekur fram að fjölskyldan hafi engan áhuga á skaðabótum. 

Spurð hvort fjölskyldan hafi heyrt eitthvað frá árásarstúlkunum sjálfum eða foreldrum þeirra svarar Hrönn því til að sumir foreldrar hafi haft samband. „Þeir foreldrar sem hafa haft samband við okkur eru miður sín yfir því hvað unglingar þeirra gerðu,“ segir Hrönn og tekur fram að í sumur tilvikum hafi hegðun árásarstúlknanna ekki komið á óvart þar sem þær hafi sumar verið í slæmum málum fyrir. 

Aðspurð segir Hrönn enn óvíst hvenær systir hennar muni mæta aftur í skólann. „Hún er að klára 10. bekk grunnskólans, þannig að hún ætti að fara að byrja í prófum en ég veit ekki hvað hún á eftir að treysta sér í. Það verður eitthvað að bíða betri tíma,“ segir Hrönn. Tekur hún fram að ekki sé hægt að senda stúlkuna í núverandi ástandi í lokapróf sem hafa úrslitaáhrif á það inn í hvaða framhaldsskóla hún komist og hefur þannig afgerandi áhrif á næstu fjögur árin í lífi hennar.

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

Í gær, 18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

Í gær, 17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

Í gær, 17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

Í gær, 16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

Í gær, 16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

Í gær, 15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

Í gær, 13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

Í gær, 11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

Í gær, 15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

Í gær, 11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

Í gær, 11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...