„Á enn langt í land með að ná sér“

„Hún á langt í land enn með að ná sér, bæði líkamlega og andlega. Það stórsér ennþá á henni, aðallega í andliti. Það á einnig eftir að taka langan tíma að vinna úr sálarlífinu, “ segir Hrönn Óskarsdóttir, systir stúlkunnar sem numin var á brott í liðinni viku og barin til óbóta í Heiðmörk. Að sögn Hrannar mun systir hennar byrja í áfallahjálp hjá áfallateymi Landspítalans síðar í vikunni. 

Að sögn Hrannar fór fjölskyldan fljótlega eftir árásina út úr bænum, en kom heim aftur í gærkvöldi. Þá mættu allir vinir stúlkunnar í heimsókn með blóm og bangsa. Segir Hrönn að systur hennar hafi þótt afar vænt um að finna þann hlýhug og stuðning.  

„Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi bæði frá þeim sem þekkja okkur en líka frá þjóðinni, sem skiptir hana öllu máli. Síminn hefur ekki stoppað. Fólk er líka mjög reitt yfir því að svona geti gerst. Það geta allir samsamað sig með þessu því það eru unglingar í nær öllum stórfjölskyldum. Margir eru reiðir yfir því að hægt sé að vera laminn í köku ef þú gerir eða segir eitthvað sem einhverjum mislíkar,“ segir Hrönn og tekur fram að mikilvægt verði að dómarnir yfir árásarstúlkunum sendi skýr skilaboð um að svona hegðun verði ekki liðin í samfélaginu. 

Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að unglingsstúlkurnar sem réðust á systur Hrannar munu að öllum líkindum sleppa með frestun ákæru eða skilorðsbundinn dóm, þó þær geti verið ákærðar fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, fjárkúgun og hótanir. 

„Almenningur þarf að verða sér meðvitaður um að þetta er í gangi hjá unglingum í dag. Við fullorðna fólkið getum ekki stungið hausnum í sandinn og látið eins og þetta sé ekki að gerast. Það er í okkar valdi að stoppa þetta. Þess vegna þarf að koma dómur sem sendir skýr skilaboð um að þessi mál séu tekin alvarlega og að þjóðfélagið sætti sig ekki við þetta. Við aðstandendur munum aldrei sætta okkur við einhvern málamyndadóm,“  segir Hrönn og bætir við:  „Systir mín var heppin, hún sleppur án varanlegra líkamlegra örkumla. En verði ekki send skýr skilaboð þá heldur þessi hegðun áfram og þá kemur að því að líf einhvers unglings á eftir að eyðileggjast. Við getum ekki bara látið eins og ekkert sé. Við þurfum að stoppa þessa hegðun,“ segir Hrönn og tekur fram að fjölskyldan hafi engan áhuga á skaðabótum. 

Spurð hvort fjölskyldan hafi heyrt eitthvað frá árásarstúlkunum sjálfum eða foreldrum þeirra svarar Hrönn því til að sumir foreldrar hafi haft samband. „Þeir foreldrar sem hafa haft samband við okkur eru miður sín yfir því hvað unglingar þeirra gerðu,“ segir Hrönn og tekur fram að í sumur tilvikum hafi hegðun árásarstúlknanna ekki komið á óvart þar sem þær hafi sumar verið í slæmum málum fyrir. 

Aðspurð segir Hrönn enn óvíst hvenær systir hennar muni mæta aftur í skólann. „Hún er að klára 10. bekk grunnskólans, þannig að hún ætti að fara að byrja í prófum en ég veit ekki hvað hún á eftir að treysta sér í. Það verður eitthvað að bíða betri tíma,“ segir Hrönn. Tekur hún fram að ekki sé hægt að senda stúlkuna í núverandi ástandi í lokapróf sem hafa úrslitaáhrif á það inn í hvaða framhaldsskóla hún komist og hefur þannig afgerandi áhrif á næstu fjögur árin í lífi hennar.

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Til sölu Ford Escape jeppi, ben
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...