„Á enn langt í land með að ná sér“

„Hún á langt í land enn með að ná sér, bæði líkamlega og andlega. Það stórsér ennþá á henni, aðallega í andliti. Það á einnig eftir að taka langan tíma að vinna úr sálarlífinu, “ segir Hrönn Óskarsdóttir, systir stúlkunnar sem numin var á brott í liðinni viku og barin til óbóta í Heiðmörk. Að sögn Hrannar mun systir hennar byrja í áfallahjálp hjá áfallateymi Landspítalans síðar í vikunni. 

Að sögn Hrannar fór fjölskyldan fljótlega eftir árásina út úr bænum, en kom heim aftur í gærkvöldi. Þá mættu allir vinir stúlkunnar í heimsókn með blóm og bangsa. Segir Hrönn að systur hennar hafi þótt afar vænt um að finna þann hlýhug og stuðning.  

„Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi bæði frá þeim sem þekkja okkur en líka frá þjóðinni, sem skiptir hana öllu máli. Síminn hefur ekki stoppað. Fólk er líka mjög reitt yfir því að svona geti gerst. Það geta allir samsamað sig með þessu því það eru unglingar í nær öllum stórfjölskyldum. Margir eru reiðir yfir því að hægt sé að vera laminn í köku ef þú gerir eða segir eitthvað sem einhverjum mislíkar,“ segir Hrönn og tekur fram að mikilvægt verði að dómarnir yfir árásarstúlkunum sendi skýr skilaboð um að svona hegðun verði ekki liðin í samfélaginu. 

Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að unglingsstúlkurnar sem réðust á systur Hrannar munu að öllum líkindum sleppa með frestun ákæru eða skilorðsbundinn dóm, þó þær geti verið ákærðar fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, fjárkúgun og hótanir. 

„Almenningur þarf að verða sér meðvitaður um að þetta er í gangi hjá unglingum í dag. Við fullorðna fólkið getum ekki stungið hausnum í sandinn og látið eins og þetta sé ekki að gerast. Það er í okkar valdi að stoppa þetta. Þess vegna þarf að koma dómur sem sendir skýr skilaboð um að þessi mál séu tekin alvarlega og að þjóðfélagið sætti sig ekki við þetta. Við aðstandendur munum aldrei sætta okkur við einhvern málamyndadóm,“  segir Hrönn og bætir við:  „Systir mín var heppin, hún sleppur án varanlegra líkamlegra örkumla. En verði ekki send skýr skilaboð þá heldur þessi hegðun áfram og þá kemur að því að líf einhvers unglings á eftir að eyðileggjast. Við getum ekki bara látið eins og ekkert sé. Við þurfum að stoppa þessa hegðun,“ segir Hrönn og tekur fram að fjölskyldan hafi engan áhuga á skaðabótum. 

Spurð hvort fjölskyldan hafi heyrt eitthvað frá árásarstúlkunum sjálfum eða foreldrum þeirra svarar Hrönn því til að sumir foreldrar hafi haft samband. „Þeir foreldrar sem hafa haft samband við okkur eru miður sín yfir því hvað unglingar þeirra gerðu,“ segir Hrönn og tekur fram að í sumur tilvikum hafi hegðun árásarstúlknanna ekki komið á óvart þar sem þær hafi sumar verið í slæmum málum fyrir. 

Aðspurð segir Hrönn enn óvíst hvenær systir hennar muni mæta aftur í skólann. „Hún er að klára 10. bekk grunnskólans, þannig að hún ætti að fara að byrja í prófum en ég veit ekki hvað hún á eftir að treysta sér í. Það verður eitthvað að bíða betri tíma,“ segir Hrönn. Tekur hún fram að ekki sé hægt að senda stúlkuna í núverandi ástandi í lokapróf sem hafa úrslitaáhrif á það inn í hvaða framhaldsskóla hún komist og hefur þannig afgerandi áhrif á næstu fjögur árin í lífi hennar.

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á að leiða til betri meðferðar

14:01 Notkun geislunar í læknisfræðilegum tilgangi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ekki er hins vegar ástæða til þess að óttast þá þróun, þar sem notkun hennar skili sér langoftast í betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga. Meira »

„Ég hef engu logið“

13:59 „Nú er nokkur tími liðinn frá því að mesta moldviðrið gekk yfir í málinu sem kennt er við uppreist æru.“ Þannig hefst færsla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fer yfir mál er varða uppreist æru en hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir nýjan þingmann. Meira »

Göngugötur í miðborginni á Airwaves

13:11 Nokkrum götum miðborgar Reykjavíkur verður breytt í göngugötur meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 1. til 5. nóvember. Þetta var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Kynnti sviðsmynd um minnkandi losun

13:10 Áætla má að Ísland þurfi að minnka árlegan útblástur gróðurhúsalofttegunda um allt að milljón tonn koldíoxíðs fyrir 2030. Hægt væri að ná um helmingi þessa samdráttar með aðgerðum í samgöngum. Meira »

Brutu gegn persónuverndarlögum

13:03 Persónuvernd hefur úrskurðað að Creditinfo hafi verið óheimilt að notast við upplýsingar um uppflettingar á vanskilaskrá við gerð skýrslu um lánshæfi einstaklinga. Fyrirtækinu var á hinn bóginn heimilt að nýta upplýsingar úr skattskrá og upplýsingar um að kvartandi hafi verið á vanskilaskrá. Meira »

Krefjast ekki lögbanns á Guardian

12:54 „Lögmenn eru búnir að hafa samband við Guardian. Guardian er búið að svara og við erum sáttir við þau svör,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Óánægðari með ferðina til Íslands

12:03 Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru óánægðari með ferðina í sumar miðað við sumarið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup. Meira »

Losun verður að líkindum yfir heimildum

12:32 Umhverfisstofnun hefur skilað til umhverfisráðuneytisins greiningu á stöðu Íslands gagnvart skuldbindingum sínum á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar. Stofnunin telur líklegt að Ísland verði ekki innan heimilda á tímabilinu og þurfi að kaupa heimildir til þess að standa við skuldbindingar sínar, sem nemi um 3,6 milljónum tonna af koldíoxíðígildum fyrir tímabilið í heild. Meira »

Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu

11:59 Íslenskir dómstólar hafa stundum vanrækt að taka afstöðu til þess hvort þau málefni sem fjölmiðlar fjalla um eiga erindi við almenning eða ekki. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi. Meira »

Felldar niður vegna flóðastöðu

10:59 Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 11 og frá Landeyjahöfn klukkan 12.45 hafa verið felldar niður vegna flóðastöðu.  Meira »

„Forsíðan er svert í mótmælaskyni“

10:50 „Þarna er ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu, grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur er verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólk fái upplýsingar sem það á rétt á,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Meira »

Færri búa í leiguhúsnæði

10:45 Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 3,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Á móti hefur þeim sem búa í foreldrahúsum fjölgað um tæp 2 prósentustig. Meira »

„Eru umtalsverðar upphæðir“

10:45 Öllum farþegum flugfélagsins Air Berlin, sem áttu bókað flug með vél félagsins sem var kyrrsett í Keflavík, var boðin ferð með annarri vél félagsins sem var á leið til sama lands og kyrrsetta vélin. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

10:09 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Boðflennur á fundi sjálfstæðismanna

09:17 „Ég var sérstaklega ungur í anda þarna í gærkvöldi,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hélt erindi á kvöldi á vegum Ungra sjálfstæðismanna um veip, eða rafrettur. Meira »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

10:12 „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Neyðarákall vegna barna rohingja

09:53 UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Meira »

Umhverfisþing hafið í Hörpu

09:14 Umhverfisþing hófst í Hörpu í morgun með ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Það er haldið samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga og að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
Erro
...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...