Magnús Þorsteinsson gjaldþrota

Magnús Þorsteinsson
Magnús Þorsteinsson mbl.is

Bú Magnúsar Þorsteinssonar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Krafa Straums á hendur Magnúsi nemur um milljarði króna.

Magnús flutti nýlega lögheimili sitt til Rússlands en dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra taldi að þar sem krafa um gjaldþrotaskipti kom fram áður en Magnús breytti um heimili, væri Magnús ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla.

Magnús Þorsteinsson var umsvifamikill fjárfestir en hann keypti meðal annars Landsbankann á sínum tíma ásamt Björgólfsfeðgum. Þá var Magnús stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, sem m.a. keypti Eimskipafélagið af Burðarási.

Milljarður að láni

Krafa Straums-Burðaráss um gjaldþrotaskiptin er sett fram vegna  láns til Fjárfestinga ehf., eignarhaldsfélags Magnúsar, upp á rúman milljarð sem veitt var í október 2005. Lánið átti að endurgreiða í einu lagi tveimur árum síðar eða 10. október 2007. Straumur-Burðarás fékk í kjölfar lánveitingarinnar að handveði bréf í Icelandic Group en þar sem verðmæti bréfanna nægði ekki, kallaði Straumur-Burðarás eftir auknum tryggingum. Veðkall var gert í febrúar 2006 og var þá 75 milljóna króna reiðufjárinnistæða sett að handveði.

Þá var skilmálum upphaflega lánsins breytt, Magnús Þorsteinsson gerðist ábyrgðaraðili og gjalddagi var færður aftur til 10. október 2008. Með yfirlýsingu  sem undirrituð er 10. janúar 2008 tókst Magnús Þorsteinsson á hendur sjálfskuldarábyrgð  á greiðslu lánsins. Ábyrgð Magnúsar er þó takmörkuð við 930 milljónir króna, auk 20% ársvaxta frá 10. janúar 2008 til greiðsludags.

Fyrirsláttur og tafir

Í lok ágúst 2008 var enn gert veðkall og Straumur-Burðarás fór fram á frekari tryggingar. Á þeim tíma var Icelandic Group afskráð úr Kauphöll og enginn skipulegur verðbréfamarkaður með hlutabréf í félaginu. Straumur-Burðarás mátu það svo að augljóst væri að markaðsverð veðsettra bréfa í Icelandic Group væri langt frá því að uppfylla skilyrði um tryggingamörk.

Lánið var gjaldfellt 2. september 2008 og í kjölfarið höfðað innheimtumál á hendur Magnúsi.

Lögmaður Straums segir Magnús skulda 930 milljónir, auk vaxta, þar sem hann hafi gengist í ábyrgð fyrir skuld eigin eignarhaldsfélags. Lögmaður Magnúsar telur hins vegar sjálfskuldarábyrgðina ógilda.

Í gjaldþrotaúrskurði héraðsdóms Norðurlands eystra segir að Straumur-Burðarás telji  ljóst að málsúrslit úr innheimtumálinu, sem höfðað var í september 2008, mun dragast verulega vegna málsvarna Magnúsar, sem að mati Straums-Burðaráss einkennist af „fyrirslætti og viðleitni til að tefja málið.“

Gat ekki bent á eignir

Straumur-Burðarás krafðist þess 6. febrúar sl. að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar til tryggingar skuldinni. Gerðinni lauk án árangurs 20. febrúar sl. þar sem Magnús gat ekki bent á eignir til tryggingar. Straumur-Burðarás telur ekkert gefa til kynna að Magnús Þorsteinsson sé fær um að standa í skilum innan skamms tíma.

Lögmaður Magnúsar telur að Magnús sé fær um að standa full skil á skuldbindingum sínum. Magnús sé ekki í persónulegum vanskilum og hafi staðið lánardrottnum sínum skil á þeim skuldbindingum sem hann hafi gengið í og hafi komið í gjalddaga og Magnús telji sig fullfæran um að standa skil á skuldbindingum sínum um fyrirsjáanlega framtíð.

Lögmaður Magnúsar bendir á að Magnús stundi umfangsmikla viðskiptastarfsemi í Rússlandi. Kyrrsetningargerðin gefi því ranga mynd af fjárhag Magnúsar. Þá telur lögmaður Magnúsar að þar sem Magnús eigi ekki lögheimili á Íslandi og sé ekki undanþeginn lögsögu dómstóla í öðrum ríkjum verði ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti á búi Magnúsar ekki beitt.

Ekki undanþegin íslenskri lögsögu

Samkvæmt vottorði þjóðskrár breytti Magnús, sem áður bjó á Akureyri, um heimili 7. apríl 2009 og á nú heimili í Rússlandi. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi hins vegar 2. mars 2009 eða rúmum mánuði áður en Magnús flutti lögheimili sitt. Dómari mat það því svo að Magnús væri ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla.

Magnús hefur nú tvær vikur til að skjóta úrskurði héraðsdóms til hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
Ukulele
...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...