Magnús Þorsteinsson gjaldþrota

Magnús Þorsteinsson
Magnús Þorsteinsson mbl.is

Bú Magnúsar Þorsteinssonar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Krafa Straums á hendur Magnúsi nemur um milljarði króna.

Magnús flutti nýlega lögheimili sitt til Rússlands en dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra taldi að þar sem krafa um gjaldþrotaskipti kom fram áður en Magnús breytti um heimili, væri Magnús ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla.

Magnús Þorsteinsson var umsvifamikill fjárfestir en hann keypti meðal annars Landsbankann á sínum tíma ásamt Björgólfsfeðgum. Þá var Magnús stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, sem m.a. keypti Eimskipafélagið af Burðarási.

Milljarður að láni

Krafa Straums-Burðaráss um gjaldþrotaskiptin er sett fram vegna  láns til Fjárfestinga ehf., eignarhaldsfélags Magnúsar, upp á rúman milljarð sem veitt var í október 2005. Lánið átti að endurgreiða í einu lagi tveimur árum síðar eða 10. október 2007. Straumur-Burðarás fékk í kjölfar lánveitingarinnar að handveði bréf í Icelandic Group en þar sem verðmæti bréfanna nægði ekki, kallaði Straumur-Burðarás eftir auknum tryggingum. Veðkall var gert í febrúar 2006 og var þá 75 milljóna króna reiðufjárinnistæða sett að handveði.

Þá var skilmálum upphaflega lánsins breytt, Magnús Þorsteinsson gerðist ábyrgðaraðili og gjalddagi var færður aftur til 10. október 2008. Með yfirlýsingu  sem undirrituð er 10. janúar 2008 tókst Magnús Þorsteinsson á hendur sjálfskuldarábyrgð  á greiðslu lánsins. Ábyrgð Magnúsar er þó takmörkuð við 930 milljónir króna, auk 20% ársvaxta frá 10. janúar 2008 til greiðsludags.

Fyrirsláttur og tafir

Í lok ágúst 2008 var enn gert veðkall og Straumur-Burðarás fór fram á frekari tryggingar. Á þeim tíma var Icelandic Group afskráð úr Kauphöll og enginn skipulegur verðbréfamarkaður með hlutabréf í félaginu. Straumur-Burðarás mátu það svo að augljóst væri að markaðsverð veðsettra bréfa í Icelandic Group væri langt frá því að uppfylla skilyrði um tryggingamörk.

Lánið var gjaldfellt 2. september 2008 og í kjölfarið höfðað innheimtumál á hendur Magnúsi.

Lögmaður Straums segir Magnús skulda 930 milljónir, auk vaxta, þar sem hann hafi gengist í ábyrgð fyrir skuld eigin eignarhaldsfélags. Lögmaður Magnúsar telur hins vegar sjálfskuldarábyrgðina ógilda.

Í gjaldþrotaúrskurði héraðsdóms Norðurlands eystra segir að Straumur-Burðarás telji  ljóst að málsúrslit úr innheimtumálinu, sem höfðað var í september 2008, mun dragast verulega vegna málsvarna Magnúsar, sem að mati Straums-Burðaráss einkennist af „fyrirslætti og viðleitni til að tefja málið.“

Gat ekki bent á eignir

Straumur-Burðarás krafðist þess 6. febrúar sl. að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar til tryggingar skuldinni. Gerðinni lauk án árangurs 20. febrúar sl. þar sem Magnús gat ekki bent á eignir til tryggingar. Straumur-Burðarás telur ekkert gefa til kynna að Magnús Þorsteinsson sé fær um að standa í skilum innan skamms tíma.

Lögmaður Magnúsar telur að Magnús sé fær um að standa full skil á skuldbindingum sínum. Magnús sé ekki í persónulegum vanskilum og hafi staðið lánardrottnum sínum skil á þeim skuldbindingum sem hann hafi gengið í og hafi komið í gjalddaga og Magnús telji sig fullfæran um að standa skil á skuldbindingum sínum um fyrirsjáanlega framtíð.

Lögmaður Magnúsar bendir á að Magnús stundi umfangsmikla viðskiptastarfsemi í Rússlandi. Kyrrsetningargerðin gefi því ranga mynd af fjárhag Magnúsar. Þá telur lögmaður Magnúsar að þar sem Magnús eigi ekki lögheimili á Íslandi og sé ekki undanþeginn lögsögu dómstóla í öðrum ríkjum verði ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti á búi Magnúsar ekki beitt.

Ekki undanþegin íslenskri lögsögu

Samkvæmt vottorði þjóðskrár breytti Magnús, sem áður bjó á Akureyri, um heimili 7. apríl 2009 og á nú heimili í Rússlandi. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi hins vegar 2. mars 2009 eða rúmum mánuði áður en Magnús flutti lögheimili sitt. Dómari mat það því svo að Magnús væri ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla.

Magnús hefur nú tvær vikur til að skjóta úrskurði héraðsdóms til hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson sem reynir nú að klífa fjallið K2 er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »

Gefur kost á sér til formennsku SUS

10:15 Ingvar Smári Birgisson gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á 44. þingi sambandsins sem fer fram á Eskifirði dagana 8. til 10. september næstkomandi. Meira »

Gjaldheimtan „tímabundin aðgerð“

09:37 „Í raun og veru lítum við á þetta sem tímabundna aðgerð og auðvitað helgast framhaldið svolítið af því hvað ríkisvaldið gerir í þessum efnum og við höfum náttúrlega lengi verið að bíða eftir því,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings, í samtali við mbl.is. Meira »

Bjó til torfærubraut á Egilsstöðum

10:45 Mikill undirbúningur hefur staðið yfir í sumar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Meðal annars hefur verið útbúin torfærubraut í Selskógi, en keppt verður í fjallahjólreiðum á mótinu. Meira »

Annar drengjanna enn á spítala

10:13 Tveir 16 ára dreng­ir voru flutt­ir á bráðadeild­ina í Foss­vogi eft­ir fjór­hjóla­slys á gatna­mótum Haga­lækj­ar og Laxa­lækj­ar á Sel­fossi í gærkvöldi. Annar þeirra hefur verið útskrifaður en hinn liggur enn á spítala og er alvarlega slasaður. Meira »

Kenna krökkum klifur á Grænlandi

08:40 Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir verkefninu East Greenland Rock Climbing Project (EGRP) þar sem markmiðið er að setja upp klifurleiðir og kenna grænlenskum börnum að klifra. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til sölu háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla, 65bör 360l/klst.Ónotuð ,hellingur af fy...
EZ Detect prófið fyrir ristilkrabbameini
Ez Detect prófblað er hent í salernið eftir hægðir. Ósýnilegt blóð veldur ...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...