Reyk lagði frá tankskipi

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.lis/GSH

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í Vestmannaeyjum um klukkan 18 í kvöld vegna reyks í vélarrúmi tankskips sem lá við bryggjuna.  Um er að ræða lýsisskipið West Stream, sem skráð er í Nassau en mikill reykur barst úr skipinu.  Enginn eldur var hins vegar sjáanlegur og var strax farið í að reykræsta skipið.

Slökkviteymi áhafnarinnar hafði þegar kafað í gegnum reykinn til að kanna aðstæður þegar reykkafarar Slökkviliðs Vestmannaeyja komu og tóku við.  Ekki er vitað hvað olli þessum mikla reyk en skipið mun hafa bilað á leiðinni til Eyja og m.a. þurft að leggja að bryggju í Færeyjum svo hægt væri að lagfæra skipið.

Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast og ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir hafa orðið á skipinu.

Eyjafrettir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert