Menntamálaráðherra kennir í sumar

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og menntamálaráðherra. Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun taka að sér kennslu við Háskóla unga fólksins, sem starfræktur verður 8.-12. júní næstkomandi. Segir í tilkynningu frá Háskóla unga fólksins að kennarar þar séu þaulvanir háskólakennarar, fræðimenn og meistara- og doktorsnemar. Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og fyrrverandi landlæknir mun einnig kenna.

Börnum og unglingum, fæddum 1993-1997,  gefstu kostur á því að sækja Háskóla unga fólksins og fá snemmbúna innsýn í vísinda- og fræðasamfélagið. 

Skráning nemenda í Háskóla unga fólksins stendur til 29. maí og fer fram á vef Háskóla unga fólksins, www.ung.is.  Skráningargjald er 15 þúsund krónur og innifalið í því eru námskeið, kennslugögn og léttur hádegisverður alla skóladagana.  

Í tilkynningunni segir að gríðarleg aðsókn hafi verið í Háskóla unga fólksins undanfarin ár, en þetta er í sjötta sinn sem skólinn er starfræktur. Gert er ráð fyrir metþátttöku þar sem boðið er upp á fleiri námskeið en áður. Hver nemandi velur sex námskeið og einn þemadag og setur þannig saman sína eigin stundatöflu. Í boði verða mörg stutt en hnitmiðuð námskeið úr öllum fræðasviðum Háskóla Íslands þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert