„Óskaplega aumingjalegt“

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ef þetta er niðurstaðan þá finnst mér þetta vera óskaplega aumingjalegt að ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki geta komið sér saman um þetta stóra mál,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, varðandi það að  Samfylkingin og Vinstri grænir hafi náð lendingu í Evrópusambandsmálinu.

„Spurningin er þá hvort þetta eigi þá að vera með allt sem kemur upp innan ríkisstjórnarinnar. Þeir verði þá bara alltaf sammála um að vera ósammála, eins kom upp í Helguvíkurmálinu,“ segir Eygló í samtali við mbl.is. 

Fram kemur í Morgunblaðinu að það verði meirihluta Alþingis að ákveða hvort hafnar verða aðildarviðræður við Evrópusambandið, óháð ólíkri stefnu stjórnarflokkanna til aðildar. Sú ákvörðun eigi ekki að raska stjórnarsamstarfinu.

Eygló segir að Framsóknarmenn hljóti að spyrja sig hvort þeir treysti Samfylkingunni til að semja við Evrópusambandið.

„Þetta er flokkurinn sem samdi frá okkur Icesave-skuldbindingarnar. Allt í þeirri von að Evrópusambandið myndi hugsa vel til okkar seinna meir. Ég verð að segja það að ég hef mjög miklar efasemdir um það hvort það sé hægt að treysta Samfylkingunni til að semja við Evrópusambandið. Því þeir virðast vera tilbúnir að gera hvað sem er til þess að komast inn,“ segir Eygló Harðardóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert