„Ég á eftir að deyja hérna"

Brasilíska blaðið Diario de Pernambuco birti myndskeið þar sem lögregla …
Brasilíska blaðið Diario de Pernambuco birti myndskeið þar sem lögregla sést leiða Ragnar á brott eftir að hann var handtekinn.

„Ég á eftir að deyja hérna," segir Ragnar Erling Hermannsson, sem handtekinn var með mikið magn af kókaíni í Brasilíu að kvöldi síðasta föstudags. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hann deilir nú fangaklefa með fimmtán öðrum föngum, en í viðtalinu sagðist hann ekki vera þannig týpa að hann gæti verið í fangelsi. Hann brast í grát í viðtalinu og bað um að athugað yrði hvort nokkur leið væri til þess að fá hann framseldan til Íslands. Sagðist hann aldrei hafa viljað fara í ferðina, heldur hefði hann verið neyddur til þess.

Hann kveðst í ofanálag vera kominn með matareitrun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert