46% raunlækkun fasteigna

Seðlabankinn segir, að samdráttur íbúðafjárfestingar muni vara í þrjú ár og raunvirði húsnæðis muni lækka um 32% að nafnvirði og 46% frá því það var hæst í október árið 2007.  Í Íbúðaverð hefur þegar lækkað um nálægt 10% að nafnvirði og 25% að raunvirði frá því að það náði hámarki. 

Fram kemur í Peningamálum Seðlabankans, að reynslan sýni að útgjöld, sem miðist við áætlun til lengri tíma, verði sérstaklega illa úti í kjölfar  fjármálakreppu. Yfirleitt líði tvö ár áður en samdrætti íbúðafjárfestingar linni.

Þetta gefur til kynna að það taki tíma að koma efnahag heimila í eðlilegra horf, draga úr offramboði óseldra íbúða og efla að nýju traust heimila á fjárhagslegu öryggi sínu áður en þau þora að leggja út í stórtækar  fjárfestingar eins og fasteignakaup. Kreppan mun að líkindum hafa langvarandi áhrif á fasteignamarkaðinn ef miðað er við hve kreppan er alvarleg og þenslan í aðdraganda kreppunnar var mikil," segir Seðlabankinn.

Því er spáð að samdráttur íbúðafjárfestingar, sem hófst árið 2008, verði þrálátari en í dæmigerðri niðursveiflu og muni vara í þrjú ár og líklega verði lækkun húsnæðisverðs í meira lagi í samanburði við þá lækkun sem orðið hafi í öðrum fjármálakreppulöndum.

Húsnæðisverð í Bandaríkjunum hefur lækkað um u.þ.b. 31% að nafnvirði frá því að það náði hámarki um mitt ár 2006 samkvæmt samsettum húsnæðisverðsvísitölum. Íbúðaverð í Finnlandi lækkaði um 52% að raunvirði frá 1989 til 1993 í kjölfar fjármálakreppunnar þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert