Frávik frá áætlunum um 1.650 milljónir kr.

Unnið við vegagerð á Lyngdalsheiði
Unnið við vegagerð á Lyngdalsheiði

Vegagerðin hefur boðið út allmargar nýframkvæmdir undanfarið og hafa margir verktakar boðið í flest verkin. Áhugi og upphæð tilboða er til marks um stöðuna á þessum markaði. Vegagerðin ráðgerði að bjóða út verkefni fyrir um sex milljarða króna á þessu ári. Þar sem frávik eru svo langt undir áætlun í mörgum tilvikum, um 1.650 milljónir á sex nýbyggingum, má ætla að ráðist verði í fleiri framkvæmdir en reiknað var með.

Búið er að ákveða hluta þeirra verkefna sem boðin verða út á næstunni og er listinn birtur á heimasíðunni www.vegagerdin.is/framkvæmdir. Kafli á Suðurlandsvegi frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni er í undirbúningi en er ekki enn kominn á listann. Það er sá hluti Suðurlandsvegarins sem lengst er kominn í undirbúningi.

Vegagerðin hefur á síðustu vikum samið um nýframkvæmdir við þrjá verktaka. Tilboð hafa verið opnuð í þrjár aðrar nýbyggingar en ekki verið gengið frá samningum. Þá hefur Vegagerðin boðið út allmörg viðhaldsverkefni undanfarið. Þar sem efniskostnaður er mikill, t.d. vegna malbiks og brúargerðar, eru þau tilboð oftar nær áætlun og í einhverjum tilvikum hærri, sem hefur ekki verið reyndin þegar um nýbyggingar er að ræða.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert