Auglýst eftir þjóðleikhússtjóra

Embætti þjóðleikhússtjóra er auglýst laust til umsóknar en Tinna Gunnlaugsdóttir hefur gegnt starfinu frá 1. janúar 2005. Skipað er í starfið til fimm ára í senn og er skylt samkvæmt leiklistarlögum að auglýsa starfið þegar skipunartíma líkur.

Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embætti þjóðleikhússtjóra skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa, að því er segir á vef menntamálaráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert