Nafnbirting verði endurskoðuð

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir mbl.is/Kristinn

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra útilokar ekki að könnuð verði leið til þess að ná til kröfuhafa á annan hátt en að birta nöfn umsækjenda um nauðasamninga vegna greiðsluaðlögunar í Lögbirtingablaðinu eins og nú hefur þegar verið gert.

„Ef menn vilja skoða það þá verður það væntanlega gert en þá verða menn líka að skoða tilganginn með þessu,“ segir Ragna.

Hún segir innköllun í Lögbirtingablaðinu þjóna þeim tilgangi að veita þeim sem eiga kröfur á hendur skuldara vitneskju um að nauðasamningsferli standi fyrir dyrum. „Þetta virkar harkalegt en það er vegna þess að verið er að safna saman öllum mögulegum upplýsingum um stöðu skuldara og ekki síst að gefa kröfueigendum kost á að lýsa sínum kröfum. Þeir þurfa í rauninni að hlíta því að þeirra kröfur séu skornar niður að hluta hvað varðar greiðsluaðlögun samningsskulda. Það má ekki gleyma því að kröfuhafar geta verið einstaklingar sem eru sjálfir í erfiðleikum. Kröfuhafar eru ekki bara þessir stóru, vondu. En hvort kröfuhafar fylgist endilega með Lögbirtingablaðinu er svo önnur saga,“ segir Ragna.

Að sögn Rögnu kom það til tals í allsherjarnefnd Alþingis hvort nafnbirting umsækjenda um nauðasamninga vegna greiðsluaðlögunar væri nauðsynleg.

„Það komu ábendingar um þetta í ferlinu,“ segir dómsmálaráðherra.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert