Breytingar tryggi betur störf í sjávarúrtvegi

Reuters

Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri óvissu er ríkir um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ráðið segir í ályktun að tryggja verði með óyggjandi hætti að ef breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu miði þær að því að tryggja betur störf þeirra  þúsunda sem í sjávarútvegi starfa og auki atvinnuöryggi í sjávarbyggðunum ásamt því að treysta stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ályktun Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sjávarútvegsmál:
 
„Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri óvissu er ríkir um fiskveiðistjórnunarkerfið. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur stjórnvöld til að standa vörð um stöðu og framtíð sjávarbyggðanna ekki síst  í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir um land allt eftir efnahagshrunið.  Sjávarútvegur er ein af mikilvægustu undirstöðum atvinnulífs í Skagafirði og byggir fjöldi fólks beint og óbeint afkomu sína á honum. Tryggja verður með óyggjandi hætti að ef breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu miði þær að því að tryggja betur störf þeirra  þúsunda sem í sjávarútvegi starfa og auki atvinnuöryggi í sjávarbyggðunum ásamt því að treysta stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi. Byggðarráð bendir á mikilvægi þess að stjórnvöld hafi náið samráð við hagsmunaðila og sveitarstjórnir áður en ráðist er  í grundvallarbreytingar í svo veigamiklum málaflokki sem sjávarútvegurinn er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert