Áhyggjur af fyrningarleiðinni

Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræddu í gær við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon.

„Við lýstum áhyggjum okkar af hugmyndunum um að aflaheimildir yrðu gerðar upptækar og þær settar á uppboð. Þetta yrði stórskaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með þjóðarbúskapinn,“ sagði Friðrik um fundinn. „En við lýstum vilja okkar til að fara í endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum, sérstaklega varðandi það að útgerðir veiddu sjálfar sína kvóta, væru ekki með svokallað leiguframsal.“

SA skoruðu fyrr í gær á stjórnina að hverfa frá fyrningarhugmyndunum. „Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til þess að eiga gott samstarf við nýja ríkisstjórn en þær aðferðir sem kynntar hafa verið gagnvart sjávarútvegi og afleiðingar þeirra tefla óhjákvæmilega slíku samstarfi í tvísýnu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert