Svipuð aðferð og við inngönguna í EFTA

Eiríkur Bergmann.
Eiríkur Bergmann.

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, segir að Viðreisnarstjórnin svonefnda hafi lagt fram þingsályktunartillögu um aðildarviðræður við EFTA árið 1968 með svipuðum hætti og ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs ætli að gera nú um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Eiríkur segir á bloggsíðu sinni, að ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafi lagt fram þingsályktunartillögu árið 1968 til að komast að raun um hvaða kjör byðust. Í athugasemdum við tillöguna hafi komið fram að ríkisstjórnin teldi tímabært „að fá úr því skorið með hvaða kjörum Ísland gæti gengið í EFTA“.

„Kannast menn við orðalagið?" spyr Eiríkur og bætir við, að sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi haft efasemdir um málið á sínum tíma.

Bloggsíða Eiríks

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert