Brunavarnir Árnessýslu svara

Brunavarnir Árnessýslu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar starfsmanna, sem birtist í gær en harðar deilur hafa verið innan stofnunarinnar að undanförnu.
 

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Innan Brunavarna Árnessýslu hafa staðið deilur síðustu vikurnar, deilur við nokkra starfsmenn sem ekki geta sætt sig við yfirstjórn BÁ. Ekki verður hjá komist að svara yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.

Við höfum unnið vikum saman að lausn málsins, meðal annars með fulltrúum Landssambands slökkviliðsmanna. Við höfum skrifað undir samkomulag við LSS vegna mála sem slökkviliðsmenn lögðu fram og töldum að með því væri komin lausn í málinu. Því miður virðist það ekki vera. Slökkviliðsstjóri hefur ekki brotið af sér í starfi eða farið út fyrir samþykktir stjórnar. Stjórn og fulltrúaráð eru kjörin af sveitarfélögum sem eru eigendur BÁ og hafa þau ekki lýst neinu vantrausti á okkar störf. Það er aldrei einum að kenna er tveir deila, mál sem þessi eru innanhúsmál sem auðvelt er að leysa ef báðir aðilar vinna að þeim.

BÁ hefur auglýst eftir starfsmönnum í stað þeirra sem ákveðið hafa að hverfa til annarra starfa, borist hafa á annan tug umsókna og munum við ráða slökkviliðsmenn, þjálfa þá og mennta í samstarfi við Brunamálastofnun sem hefur boðið okkur aðstoð sína. Meðan á þjálfun stendur verður sett upp öryggisáætlun með núverandi slökkviliði sem og slökkviliðum í nærsveitum og á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur að þessari áætlun er þegar hafinn og mun öryggi íbúa verða tryggt.

Á fundi sem slökkviliðsmenn héldu óskuðu þeir eftir að fá að hitta stjórn. Stjórn bauð hverjum og einum starfsmanni að koma til fundar við sig til að ræða málin, formaður stjórnar hafði samband við framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðsmanna og óskaði eftir að fulltrúi LSS yrði með starfsmönnum á þessum fundum, sem LSS samþykkti. Enginn af starfsmönnum sem sagt hafa upp þáði að koma til fundar við stjórn. Stjórn vildi með þessu verða við óskum slökkviliðsmanna en ekki að kalla menn á teppið eins og orðað er í yfirlýsingunni.

Það er mikil einföldun að setja fram þá kröfu sem starfsmaður að maður ætli að hætta störfum ef yfirmaður manns verður ekki rekinn. Það einfaldlega virkar ekki þannig í fyrirtækjum og stofnunum. Maður velur sér starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ef manni líkar ekki sú yfirstjórn sem þar er getur maður valið að hætta. En það er með eindæmum að menn skuli telja það nauðsynlegt að ráðast með þessum hætti að vinnustaðnum í stað þess að hverfa til annarra starfa.

Slökkviliðsmenn völdu Landssamband sitt til að vinna að lausnum málsins, en hluti þeirra sem sagt hafa upp eru ekki tilbúnir að vinna með okkur að þeim, það er þeirra val og við getum því miður ekki gert neitt í því. Við hefðum óskað þess að geta nú hafið vinnu með öllum starfsmönnum að þessum lausnum og uppbyggingu liðsheildarinnar.

BÁ hefur ávallt haft yfir miklum mannauð að ráða, er vel tækjum búið og styrkur liðsins hefur verið mikill. Stjórnendur BÁ munum vinna að því að svo verði áfram.

 

 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Freyja stefnir Barnaverndarstofu

06:27 Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast varanlegt fósturforeldri. Meira »

Eldur í ofni í Airbnb-íbúð

06:20 Eldur kom upp í bakaraofni í fjölbýlishúsi á Grettisgötunni seint í gærkvöldi. Um var að ræða Airbnb-íbúð og voru erlendir ferðamenn í henni þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Meira »

Stormur með suðurströndinni

06:06 Búist er við stormi, meðalvindi meira en 20 metrum á sekúndu, með suðurströndinni fram á kvöld. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi og þangað til á föstudagsmorgun með vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. Meira »

Andlát: Dagbjartur Einarsson, fv. útgerðarmaður

05:30 Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í gær, 81 árs gamall. Meira »

Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja

05:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætlaði að halda opinn hádegisfund með Vestmannaeyingum í hádeginu í gær. Hætt var við fundinn þegar flugi var aflýst í gærmorgun og Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar. Meira »

Telja að 570 hjúkrunarfræðinga vanti

05:30 Hraða þarf nýliðun hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu á næstunni. Þetta er niðurstaða nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Meira »

Miðað við ráðgjöf í kolmunna

05:30 Ekki náðist samkomulag um skiptingu kolmunna á fundi strandríkja í London í vikunni. Hins vegar var ákveðið að setja kvóta samkvæmt ráðgjöf ICES og nýtingarstefnu sem samþykkt var í fyrra. Meira »

Undirheimar bönkuðu ranglega upp á

05:30 Þjóðskrá Íslands fær 34.000 til 36.000 lögheimilistilkynningar inn á sitt borð ár hvert, en rangar skráningar eru áætlaðar um 1-2% allra flutninga. Meira »

Stórauknar tekjur og eignir

05:30 Laun og starfstengdar greiðslur fjölskyldna og einstaklinga hækkuðu mikið í fyrra og voru 84 milljörðum kr. hærri en árið á undan. Ef þessi hækkun er borin saman við launagreiðslur árið 2009 er um 11% vöxt raunlauna að ræða í landinu. Meira »

Mikil tæring í leiðslum tefur

05:30 Mikil tæring hefur komið í ljós í leiðslum í veltitanki og á vinnuþilfari rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Skipið verður úr leik í einhverjar vikur af þessum sökum, jafnvel fram að áramótum, og hafa tafir orðið á rannsóknaverkefnum Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna

05:30 Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Meira »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Íslensk Gung-Ho og Color Run útrás

05:30 Basic Events, fyrirtækið sem á skemmtihlaupin Color Run og Gung-Ho á Íslandi, ætlar að halda á annan tug hlaupa í Skandinavíu á næsta ári, en fyrirtækið hefur eignast réttinn fyrir öll Norðurlönd. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd. S. 6947881, Alina...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
Ukulele
...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...