Brunavarnir Árnessýslu svara

Brunavarnir Árnessýslu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar starfsmanna, sem birtist í gær en harðar deilur hafa verið innan stofnunarinnar að undanförnu.
 

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Innan Brunavarna Árnessýslu hafa staðið deilur síðustu vikurnar, deilur við nokkra starfsmenn sem ekki geta sætt sig við yfirstjórn BÁ. Ekki verður hjá komist að svara yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.

Við höfum unnið vikum saman að lausn málsins, meðal annars með fulltrúum Landssambands slökkviliðsmanna. Við höfum skrifað undir samkomulag við LSS vegna mála sem slökkviliðsmenn lögðu fram og töldum að með því væri komin lausn í málinu. Því miður virðist það ekki vera. Slökkviliðsstjóri hefur ekki brotið af sér í starfi eða farið út fyrir samþykktir stjórnar. Stjórn og fulltrúaráð eru kjörin af sveitarfélögum sem eru eigendur BÁ og hafa þau ekki lýst neinu vantrausti á okkar störf. Það er aldrei einum að kenna er tveir deila, mál sem þessi eru innanhúsmál sem auðvelt er að leysa ef báðir aðilar vinna að þeim.

BÁ hefur auglýst eftir starfsmönnum í stað þeirra sem ákveðið hafa að hverfa til annarra starfa, borist hafa á annan tug umsókna og munum við ráða slökkviliðsmenn, þjálfa þá og mennta í samstarfi við Brunamálastofnun sem hefur boðið okkur aðstoð sína. Meðan á þjálfun stendur verður sett upp öryggisáætlun með núverandi slökkviliði sem og slökkviliðum í nærsveitum og á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur að þessari áætlun er þegar hafinn og mun öryggi íbúa verða tryggt.

Á fundi sem slökkviliðsmenn héldu óskuðu þeir eftir að fá að hitta stjórn. Stjórn bauð hverjum og einum starfsmanni að koma til fundar við sig til að ræða málin, formaður stjórnar hafði samband við framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðsmanna og óskaði eftir að fulltrúi LSS yrði með starfsmönnum á þessum fundum, sem LSS samþykkti. Enginn af starfsmönnum sem sagt hafa upp þáði að koma til fundar við stjórn. Stjórn vildi með þessu verða við óskum slökkviliðsmanna en ekki að kalla menn á teppið eins og orðað er í yfirlýsingunni.

Það er mikil einföldun að setja fram þá kröfu sem starfsmaður að maður ætli að hætta störfum ef yfirmaður manns verður ekki rekinn. Það einfaldlega virkar ekki þannig í fyrirtækjum og stofnunum. Maður velur sér starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ef manni líkar ekki sú yfirstjórn sem þar er getur maður valið að hætta. En það er með eindæmum að menn skuli telja það nauðsynlegt að ráðast með þessum hætti að vinnustaðnum í stað þess að hverfa til annarra starfa.

Slökkviliðsmenn völdu Landssamband sitt til að vinna að lausnum málsins, en hluti þeirra sem sagt hafa upp eru ekki tilbúnir að vinna með okkur að þeim, það er þeirra val og við getum því miður ekki gert neitt í því. Við hefðum óskað þess að geta nú hafið vinnu með öllum starfsmönnum að þessum lausnum og uppbyggingu liðsheildarinnar.

BÁ hefur ávallt haft yfir miklum mannauð að ráða, er vel tækjum búið og styrkur liðsins hefur verið mikill. Stjórnendur BÁ munum vinna að því að svo verði áfram.

 

 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Toyota Corolla útsala
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...