Brunavarnir Árnessýslu svara

Brunavarnir Árnessýslu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar starfsmanna, sem birtist í gær en harðar deilur hafa verið innan stofnunarinnar að undanförnu.
 

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Innan Brunavarna Árnessýslu hafa staðið deilur síðustu vikurnar, deilur við nokkra starfsmenn sem ekki geta sætt sig við yfirstjórn BÁ. Ekki verður hjá komist að svara yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag.

Við höfum unnið vikum saman að lausn málsins, meðal annars með fulltrúum Landssambands slökkviliðsmanna. Við höfum skrifað undir samkomulag við LSS vegna mála sem slökkviliðsmenn lögðu fram og töldum að með því væri komin lausn í málinu. Því miður virðist það ekki vera. Slökkviliðsstjóri hefur ekki brotið af sér í starfi eða farið út fyrir samþykktir stjórnar. Stjórn og fulltrúaráð eru kjörin af sveitarfélögum sem eru eigendur BÁ og hafa þau ekki lýst neinu vantrausti á okkar störf. Það er aldrei einum að kenna er tveir deila, mál sem þessi eru innanhúsmál sem auðvelt er að leysa ef báðir aðilar vinna að þeim.

BÁ hefur auglýst eftir starfsmönnum í stað þeirra sem ákveðið hafa að hverfa til annarra starfa, borist hafa á annan tug umsókna og munum við ráða slökkviliðsmenn, þjálfa þá og mennta í samstarfi við Brunamálastofnun sem hefur boðið okkur aðstoð sína. Meðan á þjálfun stendur verður sett upp öryggisáætlun með núverandi slökkviliði sem og slökkviliðum í nærsveitum og á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur að þessari áætlun er þegar hafinn og mun öryggi íbúa verða tryggt.

Á fundi sem slökkviliðsmenn héldu óskuðu þeir eftir að fá að hitta stjórn. Stjórn bauð hverjum og einum starfsmanni að koma til fundar við sig til að ræða málin, formaður stjórnar hafði samband við framkvæmdastjóra Landssambands slökkviliðsmanna og óskaði eftir að fulltrúi LSS yrði með starfsmönnum á þessum fundum, sem LSS samþykkti. Enginn af starfsmönnum sem sagt hafa upp þáði að koma til fundar við stjórn. Stjórn vildi með þessu verða við óskum slökkviliðsmanna en ekki að kalla menn á teppið eins og orðað er í yfirlýsingunni.

Það er mikil einföldun að setja fram þá kröfu sem starfsmaður að maður ætli að hætta störfum ef yfirmaður manns verður ekki rekinn. Það einfaldlega virkar ekki þannig í fyrirtækjum og stofnunum. Maður velur sér starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ef manni líkar ekki sú yfirstjórn sem þar er getur maður valið að hætta. En það er með eindæmum að menn skuli telja það nauðsynlegt að ráðast með þessum hætti að vinnustaðnum í stað þess að hverfa til annarra starfa.

Slökkviliðsmenn völdu Landssamband sitt til að vinna að lausnum málsins, en hluti þeirra sem sagt hafa upp eru ekki tilbúnir að vinna með okkur að þeim, það er þeirra val og við getum því miður ekki gert neitt í því. Við hefðum óskað þess að geta nú hafið vinnu með öllum starfsmönnum að þessum lausnum og uppbyggingu liðsheildarinnar.

BÁ hefur ávallt haft yfir miklum mannauð að ráða, er vel tækjum búið og styrkur liðsins hefur verið mikill. Stjórnendur BÁ munum vinna að því að svo verði áfram.

 

 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er ein af þeim 51 kvik­mynd sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Aldrei tíma til að reykja eða drekka

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Nemar sækja í rafbækur

05:30 Sala rafrænna kennslubóka á háskólastigi hefur aukist mikið hjá netversluninni Heimkaupum að undanförnu.   Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Tillögur um fiskeldi kynntar ríkisstjórn

05:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir ríkisstjórninni í dag niðurstöður starfshóps um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

05:30 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

05:30 Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Hverfandi myndast

05:30 Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst. Meira »
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...