83% þjóðarinnar fylgdust með Jóhönnu

Jóhanna Guðrún og Friðrik Ómar í Moskvu í gærkvöldi.
Jóhanna Guðrún og Friðrik Ómar í Moskvu í gærkvöldi.

90% þjóðarinnar fylgdist eitthvað með útsendingu frá forkeppni Eurovision-söngvakeppninnar í gærkvöldi samkvæmt bráðabirigðatölum úr könnun sem Capacent gerði fyrir Sjónvarpið. 96% þeirra sem horfðu á sjónvarp á meðan á útsendingunni stóð horfðu á keppnina en 4% horfðu á eitthvað annað.

Samkvæmt bráðabirgðatölum sem miðaðar eru við frumsýningu án  plússtöðvaráhorfs, var meðaláhorf á keppnina 72%. Þýðir það að 72% þjóðarinnar horfðu að meðaltali á útsendinguna á hverri mínútu hennar.

Mest var áhorfið þegar Jóhanna Guðrún, fulltrúi Íslands, flutti lag sitt „Is it true" en þá fylgdust 83% þjóðarinnar með.

Könnunin var gerð af Capacent og náði til aldurshópsins 12-80 ára.

Jóhanna Guðrún dregur númer 7 fyrir úrslitin á laugardag.
Jóhanna Guðrún dregur númer 7 fyrir úrslitin á laugardag. Mynd/Óskar Páll
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert