Ögmundur vill sérstakan skatt á sykraða gosdrykki

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra, vill setja sérstakan skatt á sykraða gosdrykki. Hann lýsti þessu yfir í ræðu á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri í dag.

„Það er vitað að 10-15% barna á Íslandi býr við afar slæma tannheilsu og það kallar á kröftug viðbrögð stjórnvalda,“ sagði Ögmundur í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn á Akureyri í dag.

Ögmundur sagði að ástandið kallaði á samstarf við heilbrigðis- og skólayfirvöld og málið snerist fyrst og fremst um neyslumynstur. „Það er hægt að hafa áhrif á það, eins og forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og prófessor í næringarfræði bentu á í grein í Morgunblaðinu á dögunum. Sérfræðingar Lýðheilsustöðvar hafa bent á þetta um árabil og á það verður að hlusta. Ég mun því taka málið upp í ríkisstjórninni og vil að við grípum til varnaraðgerða hið fyrsta, og að skoðað verði að setja sérstaka skatta á sykraða gosdrykki,“ sagði Ögmundur Jónasson.

Tveir vísindamenn, Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði, rituðu grein í Morgunblaðinu í byrjun mánaðarins þar sem þau hvetja til stýrðrar sköttunar á neyslu.

Í greininni kom fram að framboð gosdrykkja hérlendis hefur aukist ár frá ári, þannig var það tæpir 19 lítrar á mann á ári milli 1956 og 1960, rúmlega 40 lítrar 10 árum síðar og tæpir 75 lítrar 1976 til 1980. „Árið 1999 virðist framboðið ná hámarki, 160 lítrum á íbúa á Íslandi. Þetta svarar til rúmlega hálfs lítra á mann á dag sem auðvitað er misskipt frá engu til mjög mikils gosdrykkjaþambs. Síðasta rannsókn sem gerð var á landsgrundvelli á mataræði fullorðinna Íslendinga af Lýðheilsustöð staðfestir þetta. Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala hefur rannsakað mataræði barna og unglinga sem sýnir meiri neyslu sykraðra gosdrykkja með vaxandi aldri. Meðalneysla 7 ára barna er desilítri á dag, 9 ára rúmlega 1 og hálfur desilítri og svo framvegis,“ segir í greininni.

Þau segja ennfremur: „Það er í þágu lýðheilsu í landinu að spyrna nú við fótum svo um munar. Aukagjald sem nemur tíu krónum á lítra gæfi ríkiskassanum um hálfan milljarð á ári miðað við rúmlega 150 lítra framleiðslu og sölu að meðaltali á mann á ári. Langtímasparnaður samfélagsins næðist síðan með minni neyslu og bættri heilsu,“ segir í grein Sigurðar og Ingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...