Tillaga heilbrigðisráðherra ótrúleg

mbl.is/Kristinn

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tillögu heilbrigðisráðherra um að skattleggja sykraða drykki ótrúlega. Það sé mikil einföldun að skella skuldinni af hrakandi tannheilsu eingöngu á sykraði drykki.

„Það er ótrúlegt að heyra áform Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra um að unnt sé að laga tannskemmdir barna með því að skattleggja sykraða gosdrykki. Satt að segja hélt ég að það væri búið að kveða niður skattheimtu af þessu tagi.“

Þetta er haft eftir framkvæmdastjóranum á vef Samtaka iðnaðarins. Þar er jafnframt haft eftir honum að neysla ósykraðra drykkja hafi aukist á kostnað hinna án hjálpar mismunandi skattlagningar.“

Jón Steindór segir heilbrigðisráðherra vera með tillögu sinni að leggja skatt á íslenska drykkjarvöruframleiðendur, íslenskar fjölskyldur og hækkun á neysluverðsvísitölu sem kalli á aukna verðbólgu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert