Funda um nýjan forstjóra

Gunnar Páll Pálsson
Gunnar Páll Pálsson mbl.is/Jim Smart

Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna kemur saman til fundar á mánudaginn og þá verður ráðning nýs forstjóra rædd, að því er Gunnar Páll Pálsson, formaður stjórnarinnar, greinir frá. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri sjóðsins, hefur sagt starfi sínu lausu.

Þorgeir segir ákvörðun sína tekna í framhaldi nýlegra breytinga í baklandi sjóðsins. Að sögn Gunnars Páls mun Þorgeir væntanlega hætta fljótlega eftir að hafa gengið frá sínum málum.

Gunnar Páll telur að staða forstjórans hljóti að verða auglýst. „En það gæti farið svo að einhver verði skipaður til bráðabirgða á meðan,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert