Sérsveitin fær æfingaaðstöðu á Miðnesheiði

Haraldur Johannessen og Ellisif Tinna Víðisdóttir handsala samninginn.
Haraldur Johannessen og Ellisif Tinna Víðisdóttir handsala samninginn.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, hafa undirritað samning um afnot ríkislögreglustjóra að mannvirkjum á mannvirkjaskrá Atlantshafsbandalagsins.

Ríkislögreglustjóri fær til afnota fimm byggingar og afmarkað svæði á Miðnesheiði sem nýtast mun lögreglunni í landinu og Lögregluskólanum.   

Á heimasíðu ríkislögreglustjóra segir að samningurinn skapi lögreglunni ný tækifæri til margs konar æfinga og aukins samstarfs við Landhelgisgæslu Íslands, sem hefur einnig aðstöðu á Miðnesheiði.

Sérsveit ríkislögreglustjóra mun flytja æfingaaðstöðu sína frá Hvalfirði og á hið umsamda svæði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert