Fréttaskýring: Lántakar með frystingu inn í sumarið

Fjölmargir bíleigendur, sem tóku erlend myntkörfulán fyrir kaupum sínum á síðustu árum, hafa nýtt sér möguleika fjármögnunarfyrirtækjanna á frystingu lána eða annars konar skuldbreytingu. Flest hafa fyrirtækin þá skilmála að lánin þurfa að vera í skilum til að verða fryst.

Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu eru um 70 þúsund ökutæki í landinu skráð í eigu bílafjármögnunarfyrirtækja og lauslega má ætla að á bilinu 25-30 þúsund bíleigendur hafi nýtt sér möguleika á einhvers konar skuldbreytingu. Útistandandi bílalán eru á bilinu 150-160 milljarðar króna en ekki allt í erlendri mynt. Þeir sem tóku innlend lán að einhverju eða öllu leyti hafa í litlum mæli nýtt sér frystingu.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum hafa vanskil eitthvað aukist og sitja þau uppi með mun fleiri ökutæki en fyrir banka- og gengishrunið í haust.

Reyna fyrirtækin að koma bílunum aftur í umferð, ýmist sjálf eða gegnum bílasölur. Gengur það upp og ofan þar sem sala notaðra og nýrra bíla er mjög treg um þessar mundir. Sem dæmi um aukna vörslusviptingu má nefna að í lok febrúar sl. hafði Íslandsbanki Fjármögnun fengið til baka 140 bíla frá áramótum og nú er sú tala komin upp í 250. Skipta þessir bílar einnig hundruðum hjá flestum öðrum fyrirtækjum en þau hafa annars ekki verið viljug að gefa þessar upplýsingar.

Framlengt í átta mánuði

Fyrirtækin hafa verið að lengja tímann sem hægt er að frysta eða skuldbreyta lánum, allt upp í átta mánuði. Leiðirnar eru þó mismunandi eftir fyrirtækjum. Þannig er Avant með þrjá valkosti, sem allir gera ráð fyrir að haldið sé áfram að greiða vextina af láninu næstu átta mánuði. Í fyrsta lagi að greiða 33% af afborgunarhlutanum og þá lengist lánið um fimm mánuði, í öðru lagi að greiða 50% og þá lengist lánstíminn um fjóra mánuði og í þriðja lagi að greiða 66% hluta og þá bætast tveir mánuðir við lánstímann.

SP-Fjármögnun hefur síðan í febrúar boðið sínum viðskiptavinum að greiða sambærilega mánaðargreiðslu og í upphafi samnings, að viðbættum 25% í allt að átta mánuði. Lengist lánið sem því nemur.

Frekari veiking áhyggjuefni

Hjá Íslandsbanka Fjármögnun, fengust þær upplýsingar, að af um 15 þúsund lántakendum hefðu um 2.400 nýtt sér lækkun á afborgunum bílasamninga. Um er að ræða lækkun á greiðslum í átta mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. Er upphæðin þá föst greiðsla þennan tíma og um helmingur af fullri greiðslu eins og hún var í janúar sl. Er þetta svipuð leið og Lýsing býður upp á en lengingartími er skemmri hverju sinni, eða þrír mánuðir fyrsta kastið, og síðan 75% hlutfall í næstu þrjá mánuði.

„Hin mikla veiking krónunnar er að valda okkar viðskiptavinum miklum erfiðleikum og áframhaldandi veiking er vissulega áhyggjuefni,“ segir Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, en bendir á samt sé langstærstur hluti viðskiptavina bankans í skilum með bílalánin, vanskilahlutfallið upp á 1,6%. Þeir sem nýti sér úrræði bankans geti lækkað greiðslubyrðina töluvert.

Hækkun á bílaláni*

2.000.000 Lán tekið 1. nóv. 2007
3.507.000 Eftirstöðvar í maí 2009
42.577 Afborgun 15. des. 2007
84.847 Afborgun 15. maí 2009
43.061 Afborgun 15. maí 2009 m.v. 50% frystingu

*Lán í 50% jen og 50% svissn. fr.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...