Fréttaskýring: Lántakar með frystingu inn í sumarið

Fjölmargir bíleigendur, sem tóku erlend myntkörfulán fyrir kaupum sínum á síðustu árum, hafa nýtt sér möguleika fjármögnunarfyrirtækjanna á frystingu lána eða annars konar skuldbreytingu. Flest hafa fyrirtækin þá skilmála að lánin þurfa að vera í skilum til að verða fryst.

Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu eru um 70 þúsund ökutæki í landinu skráð í eigu bílafjármögnunarfyrirtækja og lauslega má ætla að á bilinu 25-30 þúsund bíleigendur hafi nýtt sér möguleika á einhvers konar skuldbreytingu. Útistandandi bílalán eru á bilinu 150-160 milljarðar króna en ekki allt í erlendri mynt. Þeir sem tóku innlend lán að einhverju eða öllu leyti hafa í litlum mæli nýtt sér frystingu.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum hafa vanskil eitthvað aukist og sitja þau uppi með mun fleiri ökutæki en fyrir banka- og gengishrunið í haust.

Reyna fyrirtækin að koma bílunum aftur í umferð, ýmist sjálf eða gegnum bílasölur. Gengur það upp og ofan þar sem sala notaðra og nýrra bíla er mjög treg um þessar mundir. Sem dæmi um aukna vörslusviptingu má nefna að í lok febrúar sl. hafði Íslandsbanki Fjármögnun fengið til baka 140 bíla frá áramótum og nú er sú tala komin upp í 250. Skipta þessir bílar einnig hundruðum hjá flestum öðrum fyrirtækjum en þau hafa annars ekki verið viljug að gefa þessar upplýsingar.

Framlengt í átta mánuði

Fyrirtækin hafa verið að lengja tímann sem hægt er að frysta eða skuldbreyta lánum, allt upp í átta mánuði. Leiðirnar eru þó mismunandi eftir fyrirtækjum. Þannig er Avant með þrjá valkosti, sem allir gera ráð fyrir að haldið sé áfram að greiða vextina af láninu næstu átta mánuði. Í fyrsta lagi að greiða 33% af afborgunarhlutanum og þá lengist lánið um fimm mánuði, í öðru lagi að greiða 50% og þá lengist lánstíminn um fjóra mánuði og í þriðja lagi að greiða 66% hluta og þá bætast tveir mánuðir við lánstímann.

SP-Fjármögnun hefur síðan í febrúar boðið sínum viðskiptavinum að greiða sambærilega mánaðargreiðslu og í upphafi samnings, að viðbættum 25% í allt að átta mánuði. Lengist lánið sem því nemur.

Frekari veiking áhyggjuefni

Hjá Íslandsbanka Fjármögnun, fengust þær upplýsingar, að af um 15 þúsund lántakendum hefðu um 2.400 nýtt sér lækkun á afborgunum bílasamninga. Um er að ræða lækkun á greiðslum í átta mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. Er upphæðin þá föst greiðsla þennan tíma og um helmingur af fullri greiðslu eins og hún var í janúar sl. Er þetta svipuð leið og Lýsing býður upp á en lengingartími er skemmri hverju sinni, eða þrír mánuðir fyrsta kastið, og síðan 75% hlutfall í næstu þrjá mánuði.

„Hin mikla veiking krónunnar er að valda okkar viðskiptavinum miklum erfiðleikum og áframhaldandi veiking er vissulega áhyggjuefni,“ segir Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, en bendir á samt sé langstærstur hluti viðskiptavina bankans í skilum með bílalánin, vanskilahlutfallið upp á 1,6%. Þeir sem nýti sér úrræði bankans geti lækkað greiðslubyrðina töluvert.

Hækkun á bílaláni*

2.000.000 Lán tekið 1. nóv. 2007
3.507.000 Eftirstöðvar í maí 2009
42.577 Afborgun 15. des. 2007
84.847 Afborgun 15. maí 2009
43.061 Afborgun 15. maí 2009 m.v. 50% frystingu

*Lán í 50% jen og 50% svissn. fr.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...