Útkall vegna elds í gasgrilli

Á grillinu
Á grillinu mbl.is/Kristinn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöld um leið og Evrópusöngvakeppnin var að hefjast vegna elds í gasgrilli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Að sögn slökkviliðsins fór gas að leka með tengi og var eldurinn ekki bara bundinn við grillið eins og á að vera.

Húsráðendur, sem búa á 1. hæð í fjölbýlishúsi í austurborginni, stóðu við grillið þegar eldurinn kom upp, að sögn slökkviliðsins sem bendir á að mikilvægt sé að athuga að enginn leki sé fram hjá þegar verið er að tengja gaskútana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert