Ferðafólk kemur í stað fláningsmanna

 Vaskir menn vinna þessa dagana baki brotnu í húsakynnum sláturhússins á Kirkjubæjarklaustri, við að koma þeim í not fyrir ferðaþjónustu. Kaffihús verður opnað í gömlu kaupfélagsversluninni og fyrsti áfangi gistihúss í sláturhúsinu í næsta mánuði. Síðan verður haldið áfram og Kirkjubæjarstofa hefur áhuga á að koma þar upp sýningu um Skaftárelda og Eldmessuna. Það eru lyfjafræðingur og húsasmíðameistari sem standa í þessum stórræðum.

Sláturfélag Suðurlands slátraði síðast á Kirkjubæjarklaustri haustið 2004 en sláturhús hafði þá verið rekið á staðnum í sextíu ár. Jón Grétar Ingvarsson lyfjafræðingur og Bragi Gunnarsson húsasmíðameistari keyptu húsin fyrir tveimur árum í þeim tilgangi að koma þar upp menningartengdri ferðaþjónustu. „Það er líklega mér að kenna, ég er héðan,“ segir Bragi þegar þeir félagarnir eru spurðir að því hvernig þetta verkefni hefði komið til og Jón Grétar tekur upp þráðinn: „Við höfum oft rætt um að gaman væri að fara saman út í eitthvað nýtt. Þegar Bragi kom með þær upplýsingar að sláturhúsið væri til sölu ákváðum við að kaupa.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert