150 reiðhjól á uppboði

Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess …
Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess hve hátt verð á eldsneyti er orðið. AP

Um 150 reiðhjól verða boðin upp hjá óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nk. laugardag klukkan 13. Uppboðið verður haldið utandyra við Askalind 2a í Kópavogi. Að þessu sinni verða  eingöngu boðin upp reiðhjól enda safnast þau upp hjá lögreglunni sem aldrei fyrr. Þetta eru reiðhjól sem hafa fundist í óskilum víða í umdæminu og enginn hefur hirt um að sækja, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert