Neita ber beiðnum um blóðprufur

Blóðprufa tekin úr konu.
Blóðprufa tekin úr konu. AP

Landlæknisembættið beinir því til lækna að neita staðfastlega beiðnum um um blóðrannsóknir sem ekki eru gerðar á læknisfræðilegum forsendum. Embættinu hafa borist ábendingar frá læknum um að á vefsetri Detox ehf. sé farið fram á að þátttakendur í námskeiðum fari í blóðprufu áður en námskeið hefjast.

Af því tilefni vill Landlæknisembættið minna lækna á að ekki skal vísa fólki í rannsóknir nema læknisfræðilegar ábendingar liggi fyrir.

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa vörð um fjárútlát í heilbrigðismálum og forgangsraða rétt. Því ber að neita staðfastlega beiðnum um blóðrannsóknir sem ekki eru gerðar á læknisfræðilegum forsendum, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Vefur detox

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert