Breiðbandsnotkun mikil á Íslandi

mbl.is/Kristinn

Ísland er á meðal þeirra ríkja OECD þar sem breiðbandsnotkun er mest. Fram kemur í nýrri skýrslu að áskrifendur séu vel yfir OECD-meðtaltalinu, sem þýðir fleiri en 30 áskrifendur á hverja 100 íbúa. Auk Íslands er Danmörk, Holland, Noregur, Sviss, Svíþjóð, Suður-Kórea og Finnland á meðal efstu þjóða. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD þar sem fjallað er um fjárfestingar í breiðbandi og hvernig slíkar fjárfestingar geti komið stuðlað að efnahagsbata.

Fram kemur að fjöldi áskrifenda að breiðbandinu í ríkjum OECD hafi náð 267 milljónum í desember sl. Það jafngildi um 22,6 áskrifendum á hverja 100 íbúa.Þá fjölgaði slíkum áskriftum um 13% í fyrra. Svo virðist sem að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr áhuga fólks á að tengjast breiðbandinu. Vöxturinn hafi í raun mælst örlítið meiri síðustu sex mánuði ársins 2008 miðað við fyrri helminginn, eða 6,23% á móti 6,16% fyrstu sex mánuði ársins 2008.

Miðað við höfðatölu var aukningin mest í Slóvakíu, Grikklandi, Nýja-Sjálandi, Noregi, Þýskalandi, Frakklandi og í Bandaríkjunum. Öll löndin bættu við sig þremur áskrifendum eða fleiri miðað við hverja 100 íbúa á síðasta ári. Að meðaltali þá mældist aukningin í ríkjum OECD vera 2,5 áskrifendur á hverja 100 íbúa árið 2008.

Stærsti breiðbandsmarkaðurinn er í Bandaríkjunum. Þar eru 80 milljónir áskrifenda, sem gerir um 30% af öllum slíkum áskriftum í ríkjum OECD.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert