Þiggja ekki 7.000 krónurnar sí-svona

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Árni Sæberg

„Ég þarf að jafna mig eftir þetta klaufaspark,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins um tillögur Samtaka atvinnulífsins um þróun launasamninganna.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í hádegisfréttum RÚV að samtökin leggi til að að lægstu laun hækki um tæpar sjö þúsund krónur 1. júlí en aðrar launahækkanir bíði fram á haustið. Þeir sem hafi þrjú hundruð þúsund krónur í grunnlaun eða meira á mánuði, eigi hins vegar ekki að fá launahækkanir á árinu.

Kristján segir að eigi þetta að vera niðurstaðan séu kjarasamningar í sundur. „Klaufaspark.“ Hugmyndinrar nálgist ekki hugmyndir baklands stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins. Kristján hefur fundið með baklandinu síðustu daga. „Eins og þessar hugmyndir líta út eru þær rof á samningi. Þá er samningurinn í sundur og menn fara á upphafsreit.“ Þá stefni í nýjar kröfugerðir og að launamenn semji upp á nýtt við atvinnurekendur.

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert