Velgengni kvenna fagnað

Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir.
Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. mbl.is/Ómar

Efnt var til svokallaðrar uppsprettuhátíðar í Iðnó í kvöld til þess að fagna því að konur eru nú 43 prósent þingmanna og að kona leiðir ríkisstjórn. Konur úr öllum stjórnmálaflokkum skemmtu sér vel saman.

„Þarna var saman kominn aragrúi kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum og einnig gamla Kvennalistanum og eflaust Rauðsokkuhreyfingunni .Mér fannst ég sjá nokkrar úr henni,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, ein af fyrstu þingkonum Kvennalistans.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, héldu ræðu ásamt fleirum og Diddú skemmti með söng.

mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert