„Munum fylgja stefnu flokksins"

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

„Það er erfitt að tjá sig um þingsályktunartillögu sem ekki er komin fram, en það gefur auga leið að við Sigurður Ingi [Jóhannsson] munum fylgja stefnu flokksins,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Samkvæmt stefnu Framsóknarflokksins þá styður

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, lét hafa eftir sér á fundi Heimssýnar, félags sjálfstæðissinna í Evrópumálum, á Selfossi í gær að þingmenn Framsóknarflokksins gætu ekki stutt þingsályktunartillögu um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið sem stendur. Hún væri ekki byggð á þeim skilyrðum sem Framsóknarflokkurinn setti fyrir aðildarviðræðum. Frá þessu er greint á Pressan.is.

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna stefnir að því að leggja fram tillögu um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun gera það en sú tillaga er ein af 38 tillögum sem eru á þingmálaskrá fyrir sumarmánuðina. 

Samkvæmt stefnu Framsóknarflokksins, sem landsfundur samþykkti, þá styður flokkurinn aðildarviðræður við Evrópusambandið að því gefnu að tekið sé tillit til hagsmuna Íslands í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum.

Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, né Sigurð Inga Jóhannsson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert