Hætta viðræðum ef skerða á laun

Kennarar hóta viðræðuslitum
Kennarar hóta viðræðuslitum mbl.is/Frikki

Kennarasamband Íslands ætlar að hætta þátttöku í sameiginlegum viðræðum samtaka á vinnumarkaði og stjórnvalda ef Samband ísl. sveitarfélaga hverfur ekki frá hugmyndum um 5% skerðingu launa. Fulltrúar KÍ lögðu fram yfirlýsingu í upphafi fundar í Karphúsinu kl. 13.

Yfirlýsing Kennarasambands Íslands er svohljóðandi:

„Vegna áframhaldandi vinnu við sameiginlegt borð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vill Kennarasambands Íslands koma eftirfarandi á framfæri.

Í ljósi tilrauna Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fá Alþingi til að gera breytingar á grunnskólalögum í þeim tilgangi að skerða laun um 5% er sjálfgefið að KÍ getur ekki á sama tíma setið við sameiginlegt samningaborð með það að markmiði að leita sameiginlegra lausna. Áðurnefnd breyting á lögum er inngrip í kjarasamning en ákvæði laga og kjarasamnings eru samhljóða.

Áðurnefnd breyting á lögum hefði eftirfarandi í för með sér auk skerðingar á launum:

Dögum sem foreldrar þurfa að greiða fyrir gæslu yngri nemenda fjölgar um 10 á ári sem þýðir auknar álögur á foreldra til viðbótar við þá kjaraskerðingu sem þegar er orðin.Árlegum kennslustundum í unglingadeildum fækkar um nálægt 75.

Ef þessi skerðing á kennslu kæmi til framkvæmda stríddi það gegn niðurstöðu félagsdóms í máli 4/2009 frá 12 maí sl.

Kennarasamband Íslands mun taka afstöðu til áframhalds í sameiginlegri vinnu fyrir 29. maí og mun afstaðan fyrst og fremst taka mið af framvindu þessa máls.

Verði gerð breyting á lögum í þessa veru eftir að aðilar hafa náð saman við sameiginlegt borð telur KÍ sig óbundið af slíku samkomulagi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert