Hrefnuveiðar að hefjast

mbl.is

Á þriðjudag mun Jóhanna ÁR fara frá Njarðvíkurhöfn til veiða á hrefnu í fyrsta skipti. Verið er að mála bátinn og gera kláran fyrir tímabilið. Hrefnuveiðimenn hafa fengið þrjú leyfi til veiða í sumar og kvótinn er 100 hrefnur, að því er fram kemur á vef hrefnuveiðimanna.

Veður útlit er ágætt og ef allt gengur vel ætti fyrsta hrefnukjötið að vera komið í verslanir fyrir næstu helgi, að því er segir á vef hrefnuveiðimanna.

Þann 18. febrúar sl. tiltók Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttatilkynningu og á blaðamannafundi varðandi hvalveiðimál, meðal annars eftirfarandi:

„Afmörkuð verða svæði til hvalaskoðunar, þar sem með öllu verður óheimilt að stunda hvalveiðar. Þetta er gert á grundvelli laga og til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina.”

Í kjölfarið fól ráðherra Hafrannsóknarstofnun að útbúa tillögur að slíkum svæðum að undangengnu samráði við hagsmunaaðila. Í lok mars bárust tillögur Hafrannsóknastofnunar og að fengnum þessum tillögum og athugasemdum sem bárust skrifaði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  undir reglugerð í lok apríl þar sem tvö hvalaskoðunarsvæði eru afmörkuð í Faxaflóa og milli Tröllaskaga og Mánáreyja norður af Tjörnesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert