Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni

Þráinn Bertelsson, einn þingmanna Borgarahreyfingarinnar, utan við skrifstofu hreyfingarinnar við …
Þráinn Bertelsson, einn þingmanna Borgarahreyfingarinnar, utan við skrifstofu hreyfingarinnar við Laugaveg í aðdraganda kosninganna. mbl.is/GSH

Stjórn Borgarahreyfingarinnar var sökuð um klíkustarfsemi á félagsfundi í Borgarahreyfinginni í gær. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að deilur urðu um launamál kosningastjóra og framkvæmdastjóra flokksins.

Að sögn Ríkisútvarpsins hélt Guðmundur Andri Skúlason ræðu á fundinum þar sem hann sakaði stjórn flokksins um að taka ákvarðanir á bak við luktar dyr og sagði að gagnsæið, sem hefði verði aðalmerki flokksins, væri ekki lengur til staðar.

RÚV sagði, að þingmenn hreyfingarinnar hefðu í morgun ekki verið tilbúnir til að veita viðtöl en von sé á yfirlýsingu frá þeim seinna í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert