Flytja ekki 100% lán

Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að bankar séu farnir að neita fólki í yfirveðsettum íbúðum um að flytja lán yfir á nýja eigendur nema að lánin séu greidd að hluta til.

Fram að þessu hefur fólk getað reynt að finna kaupendur af fasteigninni, sem yfirtaka þá lánin þótt engin önnur greiðsla komi á móti.  Hún tekur dæmi af íbúð fyrir fimmtán milljónir sem sé veðsett fyrir þá upphæð. Dæmi séu um að lánastofnanir fari fram á að lánið sé greitt niður um fimmtán til tuttugu prósent í slíkum tilfellum.

Þannig sé verið að bregða fæti fyrir skuldugt fólk og varna því að það losni úr viðjum skuldarinnar jafnvel þótt betri greiðandi bjóðist í staðinn.

   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert