Ráðherrar funda

Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á Alþingi. mbl.is/Ómar

Formenn stjórnarflokkanna munu nú í kvöld eiga fund með fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um stöðugleikasáttmála, sem stefnt er að því að gera. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag.

Jóhanna flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála á Alþingi í dag og voru umræður um skýrsluna í kjölfarið. Jóhanna sagði í lok umræðunnar, að endurreisa þurfi trúverðugleika Íslands en til þess að það takist verði Íslendingar að eiga góða samvinnu við þá, sem eru að aðstoða Ísland, þar á meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og standa við skuldbindingar sínar. 

Jóhanna sagði að unnið væri að ýmsum aðgerðum og vísaði m.a. til 100 daga áætlunar ríkisstjórnarinnar. Grundvallaratriði væri sá stöðugleikasáttmáli, stjórnvöld vildu gera við aðila vinnumarkaðarins. Markmið hans væri að aðstoða heimilin og koma atvinnulífinu í gang.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert