„Jóhanna flutti gamlar fréttir"

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði flutt gamlar fréttir í skýrslu sinni um efnahagsmál og gæfi þingheimi ekki mikla von.

Bjarni sagði, að trúverðugleiki stjórnvalda væri í uppnámi. Viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefðu gengið ver en ætlað var og helsti ráðgjafi stjórnvalda við uppbyggingu fjármálakerfisins hefði hótað að hætta vegna óánægju með hve hægt störfin gengju.

Þá sagði Bjarni, að engin svör kæmu frá forsætisráðherra um það hvernig ríkisstjórnin ætlaði að loka fjárlagagatinu. „Þetta er alvarlegt vegna þess að þetta er forsenda þess að við getum vænt þess að vextir fari niður og hægt verði að endurreisa bankakerfið," sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert