Norðmenn með loftrýmisgæslu hér á landi

Ein norsku F-16 þotanna á Keflavíkurflugvelli
Ein norsku F-16 þotanna á Keflavíkurflugvelli Af vef Víkurfrétta

Þrjár norskar F16-orrustuþotur ásamt um 40 manna fylgdarliði eru hér á landi en þær munu æfa og sinna loftrýmisgæslu hér næstu tvær vikur. Norsku þoturnar þrjár lentu á Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær ásamt flutningavél frá sænska flughernum, sem flutti vistir Norðmanna til landsins.

Spánverjar hættu nýverið við að senda flugsveit hingað til lands vegna kostnaðar og mun norska flugsveitin koma í þeirra stað. Norska sveitin verður með aðsetur hjá Varnarmálastofnun Íslands á Ásbrú, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert