Auka tekjur og skera niður

Þingmenn stjórnarflokkanna komu til fundar í Þjóðminjasafninu í kvöld.
Þingmenn stjórnarflokkanna komu til fundar í Þjóðminjasafninu í kvöld.

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi í Þjóðminjasafninu þar sem rætt er um aðgerðir í ríkisfjármálum. Rætt hefur verið um útfærslur á því hvernig auka þarf tekjur ríkisins og skera niður einnig. Gert er ráð fyrir skera þurfi niður um 20 milljarða til viðbótar á þessu ári.

Fundurinn mun standa fram eftir kvöldi en þingmenn og ráðherrar, sem mbl.is ræddi við fyrir fundinn, vildu ekki tjá sig um tillögurnar sem til umræðu væru á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert