Bjarni fær umboð

Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk á þingflokksfundi í dag umboð flokksins til að halda áfram viðræðum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokks, um mótun sameiginlegrar þingályktunartillögu flokkanna um Evrópusambandið.

Samkvæmt heimildum mbl.is er tillaga flokkanna nánast frágengin er miðað er við að hún verði lögð fram á morgun þegar umræða hefst um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 

Heimildarmenn segja, að í tillögu stjórnarandstöðuflokkanna verði allt önnur nálgun en í tillögu stjórnarflokkanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert