Neyðarkall barst úr bankanum

27 mínútur liðu frá því hringt var á lögreglu og ...
27 mínútur liðu frá því hringt var á lögreglu og þar til lögreglumenn komu að húsinu við Barðaströnd þar sem ráðist var á húsráðanda á mánudag. Kristinn Ingvarsson

Hljóðrit af fjarskiptum fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sýna að lögreglumönnum, sem voru á leið í útkall vegna innbrotsins á Barðaströnd, var beint að Kaupþingi í Austurstræti vegna neyðarástands þar, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins (LRH).

Geir Jón staðfesti það að LRH hafi unnið að þremur forgangsverkefnum á sömu stundu og útkall barst vegna ránsins og líkamsárásarinnar á Barðaströnd kl. 20.35 á mánudagskvöld. Eitt þeirra var útkallið í Kaupþing bankann í Austurstræti, en það barst kl. 20.22. Geir Jón gat ekki upplýst annað um hin útköllin tvö en að lögreglumennirnir sem sinntu þeim hafi verið klárlega uppteknir. 

Geir Jón hlustaði nú síðdegis á upptökur fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra af fjarskiptunum sem fram fóru vegna útkallsins á Barðaströnd. Hann sagði ljóst af þeim að tvö mótorhjól sem voru á Hringbraut hafi verið send á Barðaströnd í beinu framhaldi af því að fyrsta hjálparbeiðni vegna innbrotsins barst.

Þegar þau voru á leið þangað barst neyðarkall frá lögreglumanni sem brugðist hafði við útkalli í Kaupþing banka Austurstræti. Lögreglumaðurinn sem kom fyrstur á staðinn taldi að maðurinn sem braust þar inn væri að skjóta á sig úr loftbyssu.

Mótorhjólalögreglurnar sem voru á leið á Barðaströnd gáfu sig strax fram við neyðarkallið, enda nálægt Austurstræti, og þar var klárlega neyðarástand. Fjarskiptamiðstöðin samþykkti þá að beina mótorhjólunum frekar í bankann en á Barðaströnd því þar væri þörfin brýnni.  Síðar kom í ljós að líklega var það eitthvað sem innbrotsþjófurinn grýtti að lögreglumanninum í bankanum en ekki loftbyssuskot sem hann varð fyrir.

Geir Jón sagði að upphafstilkynningin á Barðaströnd hafi komið frá þriðja aðila og fyrstu upplýsingar um eðli málsins hafi ekki verið mjög skýrar. Hann sagði að þeim sem tilkynnti það hafi verið sagt að tæki væru á leið á staðinn, en ekki að þeim hafi verið beint annað vegna neyðarkallsins.

Hann benti einnig á á Barðaströnd hafi allt verið yfirstaðið, maður verið kominn á staðinn, ræningjarnir farnir og ekki talið að neinn væri þar í hættu. Málið í Austurstræti hafi haft forgang og liðið hafi smástund meðan verið var að ná manninum þar. Eftir það hafi mótorhjólin farið á Barðaströnd.

Geir Jón sagði að upplýsingar um hvað þar gerðist á Barðaströnd hafi verið afar litlar. Lýsingin sem barst var sú að húsráðandinn hafi verið keflaður og sleginn en hafi náð að losa sig. Þá var maður kominn til hans.

Samkvæmt varðskrá almennu deildar LRH voru átta lögreglubílar og fjögur mótorhjól, alls 12 ökutæki á götum höfuðborgarsvæðisins og 17 lögreglumenn á þeim eftir kl. 20.00 á mánudagskvöld. Auk þess voru þrjú tæki frá umferðardeild með þremur mönnum staðsett í miðborginni. 

Geir Jón sagði að þetta kvöld hafi m.a. verið lögreglubílar í Kópavogi, við Gullinbrú, í Norðlingaholti og Garðabæ. Þau tæki sem send voru á Barðaströnd og í Austurstræti hafi verið skráð í miðborginni og sem næst henni. 

Geir Jón kvaðst vilja biðjast innilegrar velvirðingar á því að ekki skyldi hafa verið hægt að bregðast fyrr við útkallinu á Barðaströnd. „Það er alveg ljóst að þarna átti sér stað alvarlegur atburður. Sem betur fer upplýstist hann mjög fljótt af afskaplega færum rannsóknarlögreglumönnum hjá embættinu,“ sagði Geir Jón. 

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Hef gaman af því að grúska

Í gær, 20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

Í gær, 20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Síldarlýsi út á salatið?

Í gær, 19:58 Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

Í gær, 19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

Í gær, 19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í gær, 19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

Í gær, 18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

Í gær, 18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

Í gær, 18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

Í gær, 18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

Í gær, 18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...