Neyðarkall barst úr bankanum

27 mínútur liðu frá því hringt var á lögreglu og ...
27 mínútur liðu frá því hringt var á lögreglu og þar til lögreglumenn komu að húsinu við Barðaströnd þar sem ráðist var á húsráðanda á mánudag. Kristinn Ingvarsson

Hljóðrit af fjarskiptum fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sýna að lögreglumönnum, sem voru á leið í útkall vegna innbrotsins á Barðaströnd, var beint að Kaupþingi í Austurstræti vegna neyðarástands þar, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins (LRH).

Geir Jón staðfesti það að LRH hafi unnið að þremur forgangsverkefnum á sömu stundu og útkall barst vegna ránsins og líkamsárásarinnar á Barðaströnd kl. 20.35 á mánudagskvöld. Eitt þeirra var útkallið í Kaupþing bankann í Austurstræti, en það barst kl. 20.22. Geir Jón gat ekki upplýst annað um hin útköllin tvö en að lögreglumennirnir sem sinntu þeim hafi verið klárlega uppteknir. 

Geir Jón hlustaði nú síðdegis á upptökur fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra af fjarskiptunum sem fram fóru vegna útkallsins á Barðaströnd. Hann sagði ljóst af þeim að tvö mótorhjól sem voru á Hringbraut hafi verið send á Barðaströnd í beinu framhaldi af því að fyrsta hjálparbeiðni vegna innbrotsins barst.

Þegar þau voru á leið þangað barst neyðarkall frá lögreglumanni sem brugðist hafði við útkalli í Kaupþing banka Austurstræti. Lögreglumaðurinn sem kom fyrstur á staðinn taldi að maðurinn sem braust þar inn væri að skjóta á sig úr loftbyssu.

Mótorhjólalögreglurnar sem voru á leið á Barðaströnd gáfu sig strax fram við neyðarkallið, enda nálægt Austurstræti, og þar var klárlega neyðarástand. Fjarskiptamiðstöðin samþykkti þá að beina mótorhjólunum frekar í bankann en á Barðaströnd því þar væri þörfin brýnni.  Síðar kom í ljós að líklega var það eitthvað sem innbrotsþjófurinn grýtti að lögreglumanninum í bankanum en ekki loftbyssuskot sem hann varð fyrir.

Geir Jón sagði að upphafstilkynningin á Barðaströnd hafi komið frá þriðja aðila og fyrstu upplýsingar um eðli málsins hafi ekki verið mjög skýrar. Hann sagði að þeim sem tilkynnti það hafi verið sagt að tæki væru á leið á staðinn, en ekki að þeim hafi verið beint annað vegna neyðarkallsins.

Hann benti einnig á á Barðaströnd hafi allt verið yfirstaðið, maður verið kominn á staðinn, ræningjarnir farnir og ekki talið að neinn væri þar í hættu. Málið í Austurstræti hafi haft forgang og liðið hafi smástund meðan verið var að ná manninum þar. Eftir það hafi mótorhjólin farið á Barðaströnd.

Geir Jón sagði að upplýsingar um hvað þar gerðist á Barðaströnd hafi verið afar litlar. Lýsingin sem barst var sú að húsráðandinn hafi verið keflaður og sleginn en hafi náð að losa sig. Þá var maður kominn til hans.

Samkvæmt varðskrá almennu deildar LRH voru átta lögreglubílar og fjögur mótorhjól, alls 12 ökutæki á götum höfuðborgarsvæðisins og 17 lögreglumenn á þeim eftir kl. 20.00 á mánudagskvöld. Auk þess voru þrjú tæki frá umferðardeild með þremur mönnum staðsett í miðborginni. 

Geir Jón sagði að þetta kvöld hafi m.a. verið lögreglubílar í Kópavogi, við Gullinbrú, í Norðlingaholti og Garðabæ. Þau tæki sem send voru á Barðaströnd og í Austurstræti hafi verið skráð í miðborginni og sem næst henni. 

Geir Jón kvaðst vilja biðjast innilegrar velvirðingar á því að ekki skyldi hafa verið hægt að bregðast fyrr við útkallinu á Barðaströnd. „Það er alveg ljóst að þarna átti sér stað alvarlegur atburður. Sem betur fer upplýstist hann mjög fljótt af afskaplega færum rannsóknarlögreglumönnum hjá embættinu,“ sagði Geir Jón. 

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

Í gær, 17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

Í gær, 17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

Í gær, 17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Í gær, 16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

Í gær, 16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

Í gær, 16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

Í gær, 16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

Í gær, 16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...