Neyðarkall barst úr bankanum

27 mínútur liðu frá því hringt var á lögreglu og ...
27 mínútur liðu frá því hringt var á lögreglu og þar til lögreglumenn komu að húsinu við Barðaströnd þar sem ráðist var á húsráðanda á mánudag. Kristinn Ingvarsson

Hljóðrit af fjarskiptum fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sýna að lögreglumönnum, sem voru á leið í útkall vegna innbrotsins á Barðaströnd, var beint að Kaupþingi í Austurstræti vegna neyðarástands þar, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins (LRH).

Geir Jón staðfesti það að LRH hafi unnið að þremur forgangsverkefnum á sömu stundu og útkall barst vegna ránsins og líkamsárásarinnar á Barðaströnd kl. 20.35 á mánudagskvöld. Eitt þeirra var útkallið í Kaupþing bankann í Austurstræti, en það barst kl. 20.22. Geir Jón gat ekki upplýst annað um hin útköllin tvö en að lögreglumennirnir sem sinntu þeim hafi verið klárlega uppteknir. 

Geir Jón hlustaði nú síðdegis á upptökur fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra af fjarskiptunum sem fram fóru vegna útkallsins á Barðaströnd. Hann sagði ljóst af þeim að tvö mótorhjól sem voru á Hringbraut hafi verið send á Barðaströnd í beinu framhaldi af því að fyrsta hjálparbeiðni vegna innbrotsins barst.

Þegar þau voru á leið þangað barst neyðarkall frá lögreglumanni sem brugðist hafði við útkalli í Kaupþing banka Austurstræti. Lögreglumaðurinn sem kom fyrstur á staðinn taldi að maðurinn sem braust þar inn væri að skjóta á sig úr loftbyssu.

Mótorhjólalögreglurnar sem voru á leið á Barðaströnd gáfu sig strax fram við neyðarkallið, enda nálægt Austurstræti, og þar var klárlega neyðarástand. Fjarskiptamiðstöðin samþykkti þá að beina mótorhjólunum frekar í bankann en á Barðaströnd því þar væri þörfin brýnni.  Síðar kom í ljós að líklega var það eitthvað sem innbrotsþjófurinn grýtti að lögreglumanninum í bankanum en ekki loftbyssuskot sem hann varð fyrir.

Geir Jón sagði að upphafstilkynningin á Barðaströnd hafi komið frá þriðja aðila og fyrstu upplýsingar um eðli málsins hafi ekki verið mjög skýrar. Hann sagði að þeim sem tilkynnti það hafi verið sagt að tæki væru á leið á staðinn, en ekki að þeim hafi verið beint annað vegna neyðarkallsins.

Hann benti einnig á á Barðaströnd hafi allt verið yfirstaðið, maður verið kominn á staðinn, ræningjarnir farnir og ekki talið að neinn væri þar í hættu. Málið í Austurstræti hafi haft forgang og liðið hafi smástund meðan verið var að ná manninum þar. Eftir það hafi mótorhjólin farið á Barðaströnd.

Geir Jón sagði að upplýsingar um hvað þar gerðist á Barðaströnd hafi verið afar litlar. Lýsingin sem barst var sú að húsráðandinn hafi verið keflaður og sleginn en hafi náð að losa sig. Þá var maður kominn til hans.

Samkvæmt varðskrá almennu deildar LRH voru átta lögreglubílar og fjögur mótorhjól, alls 12 ökutæki á götum höfuðborgarsvæðisins og 17 lögreglumenn á þeim eftir kl. 20.00 á mánudagskvöld. Auk þess voru þrjú tæki frá umferðardeild með þremur mönnum staðsett í miðborginni. 

Geir Jón sagði að þetta kvöld hafi m.a. verið lögreglubílar í Kópavogi, við Gullinbrú, í Norðlingaholti og Garðabæ. Þau tæki sem send voru á Barðaströnd og í Austurstræti hafi verið skráð í miðborginni og sem næst henni. 

Geir Jón kvaðst vilja biðjast innilegrar velvirðingar á því að ekki skyldi hafa verið hægt að bregðast fyrr við útkallinu á Barðaströnd. „Það er alveg ljóst að þarna átti sér stað alvarlegur atburður. Sem betur fer upplýstist hann mjög fljótt af afskaplega færum rannsóknarlögreglumönnum hjá embættinu,“ sagði Geir Jón. 

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...