Áfengi og eldsneyti hækka

Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld.
Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld. mbl.is/Golli
Alþingi samþykkti á tólfta tímanum í kvöld frumvarp, sem gerir ráð fyrir að  áfengisgjald og tóbaksgjald hækki um 15%, bifreiðagjald hækki um 10%, olíugjald um 5 krónur og almennt vörugjald á bensín um 10 krónur. Stjórnarandstaðan hvatti fjármálaráðherra til að draga frumvarpið til baka.

32 þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu en 22 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sat hjá þegar atkvæði voru greidd um efnisgreinar frumvarpsins eftir 2. umræðu.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, að ríkisstjórnin væri gersamlega úr takt við fólkið í landinu og yki á vanda heimilanna en brygðist ekki við honum.

Frumvarpið fór tvívegis til umfjöllunar í efnahags- og skattanefnd í kvöld, bæði eftir 1. og 2. umræðu. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sem komu á fund efnahags- og skattanefndar í kvöld, hefðu tekið undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggðar skuldir og rekstur ríkissjóðs. Eygló sagði, að fram hefði komið að frumvarpið kynni að hafa áhrif á viðræður ríkisins og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.

Þau Eygló, Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skoruðu á fjármálaráðherra að draga frumvarpið til baka og kanna hvort ekki væri eitthvað hæft í þeirri gagnrýni, sem komið hefði fram á það.

Sagði Tryggvi Þór að verið væri að taka ákvörðun, sem líktist bútasaumi.  Fyrr í dag sagði Tryggvi Þór, að frumvarpið yki tekjur ríkisins um 2,7 milljarða króna á þessu ári en yki skuldir heimilanna um 8 milljarða vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs. Í kvöld benti hann einnig á, að fjárlagahallinn ykist vegna þess að persónuafsláttur í staðgreiðslukerfi skatta hækkaði.

Þór Saari sagði að þingmenn Borgarahreyfingarinnar hefðu í gær hitt fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í mjúkum stólum á Hótel Borg. Hafði hann eftir fulltrúum sjóðsins, að þeim þætti of seint hafa gengið af hálfu stjórnvalda  að gera þetta og hitt.

„Það sem kristallast í þessu frumvarpi er að ríkisstjórnin hleypur upp til handa og fóta til að þjónkast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að hann er eitthvað að hrista hornin framan í hana og kemur fram með frumvarp sem er illa unnið og vont," sagði Þór og bætti við að frumvarpið myndi stórauka skuldir ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að afnema verðtrygginguna.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Íslendingar hefðu þróað flókið kerfi víxlverkana og verðtrygginga sem gerði það að verkum að aðgerðir af þessu tagi gætu haft áhrif á ýmsa aðra liði. Þetta væru sömu áhrif og samskonar aðgerðir fyrr í vetur hefðu haft. 

Hann sagði þessar aðgerðir miðuðu fyrst og fremst að því að vinna bug á þeim vanda, sem við væri að etja á yfirstandandi ári, sem væri sá að það stefni í 20 þúsund milljarða meiri hallarekstur ríkisins en lagt var upp með. Því væru málefnaleg sjónarmið fyrir því, að við núverandi aðstæður þyrfti fólk að greiða hærra verð fyrir áfengi, tóbak og eldsneyti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

Í gær, 16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...