Áfengi og eldsneyti hækka

Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld.
Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld. mbl.is/Golli
Alþingi samþykkti á tólfta tímanum í kvöld frumvarp, sem gerir ráð fyrir að  áfengisgjald og tóbaksgjald hækki um 15%, bifreiðagjald hækki um 10%, olíugjald um 5 krónur og almennt vörugjald á bensín um 10 krónur. Stjórnarandstaðan hvatti fjármálaráðherra til að draga frumvarpið til baka.

32 þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu en 22 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sat hjá þegar atkvæði voru greidd um efnisgreinar frumvarpsins eftir 2. umræðu.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, að ríkisstjórnin væri gersamlega úr takt við fólkið í landinu og yki á vanda heimilanna en brygðist ekki við honum.

Frumvarpið fór tvívegis til umfjöllunar í efnahags- og skattanefnd í kvöld, bæði eftir 1. og 2. umræðu. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sem komu á fund efnahags- og skattanefndar í kvöld, hefðu tekið undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggðar skuldir og rekstur ríkissjóðs. Eygló sagði, að fram hefði komið að frumvarpið kynni að hafa áhrif á viðræður ríkisins og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.

Þau Eygló, Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skoruðu á fjármálaráðherra að draga frumvarpið til baka og kanna hvort ekki væri eitthvað hæft í þeirri gagnrýni, sem komið hefði fram á það.

Sagði Tryggvi Þór að verið væri að taka ákvörðun, sem líktist bútasaumi.  Fyrr í dag sagði Tryggvi Þór, að frumvarpið yki tekjur ríkisins um 2,7 milljarða króna á þessu ári en yki skuldir heimilanna um 8 milljarða vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs. Í kvöld benti hann einnig á, að fjárlagahallinn ykist vegna þess að persónuafsláttur í staðgreiðslukerfi skatta hækkaði.

Þór Saari sagði að þingmenn Borgarahreyfingarinnar hefðu í gær hitt fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í mjúkum stólum á Hótel Borg. Hafði hann eftir fulltrúum sjóðsins, að þeim þætti of seint hafa gengið af hálfu stjórnvalda  að gera þetta og hitt.

„Það sem kristallast í þessu frumvarpi er að ríkisstjórnin hleypur upp til handa og fóta til að þjónkast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að hann er eitthvað að hrista hornin framan í hana og kemur fram með frumvarp sem er illa unnið og vont," sagði Þór og bætti við að frumvarpið myndi stórauka skuldir ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að afnema verðtrygginguna.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Íslendingar hefðu þróað flókið kerfi víxlverkana og verðtrygginga sem gerði það að verkum að aðgerðir af þessu tagi gætu haft áhrif á ýmsa aðra liði. Þetta væru sömu áhrif og samskonar aðgerðir fyrr í vetur hefðu haft. 

Hann sagði þessar aðgerðir miðuðu fyrst og fremst að því að vinna bug á þeim vanda, sem við væri að etja á yfirstandandi ári, sem væri sá að það stefni í 20 þúsund milljarða meiri hallarekstur ríkisins en lagt var upp með. Því væru málefnaleg sjónarmið fyrir því, að við núverandi aðstæður þyrfti fólk að greiða hærra verð fyrir áfengi, tóbak og eldsneyti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

KONUR -VANTAR YKKUR EINKABILSTJÓRA Í BÚÐARFERÐIR ?
KONUR UTAN AF LANDI SEM HAFA STUTTANN TÍMA TIL AÐ VERSLA- EG SKUTLA YKKUR OG BÍ...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Armbönd
...
Pennar
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...