Áfengi og eldsneyti hækka

Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld.
Alþingi samþykkti að hækka áfengis-, tóbaks- og eldsneytisgjald í kvöld. mbl.is/Golli
Alþingi samþykkti á tólfta tímanum í kvöld frumvarp, sem gerir ráð fyrir að  áfengisgjald og tóbaksgjald hækki um 15%, bifreiðagjald hækki um 10%, olíugjald um 5 krónur og almennt vörugjald á bensín um 10 krónur. Stjórnarandstaðan hvatti fjármálaráðherra til að draga frumvarpið til baka.

32 þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna greiddu atkvæði með frumvarpinu en 22 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Borgarahreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, sat hjá þegar atkvæði voru greidd um efnisgreinar frumvarpsins eftir 2. umræðu.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, að ríkisstjórnin væri gersamlega úr takt við fólkið í landinu og yki á vanda heimilanna en brygðist ekki við honum.

Frumvarpið fór tvívegis til umfjöllunar í efnahags- og skattanefnd í kvöld, bæði eftir 1. og 2. umræðu. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sem komu á fund efnahags- og skattanefndar í kvöld, hefðu tekið undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggðar skuldir og rekstur ríkissjóðs. Eygló sagði, að fram hefði komið að frumvarpið kynni að hafa áhrif á viðræður ríkisins og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.

Þau Eygló, Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skoruðu á fjármálaráðherra að draga frumvarpið til baka og kanna hvort ekki væri eitthvað hæft í þeirri gagnrýni, sem komið hefði fram á það.

Sagði Tryggvi Þór að verið væri að taka ákvörðun, sem líktist bútasaumi.  Fyrr í dag sagði Tryggvi Þór, að frumvarpið yki tekjur ríkisins um 2,7 milljarða króna á þessu ári en yki skuldir heimilanna um 8 milljarða vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á vísitölu neysluverðs. Í kvöld benti hann einnig á, að fjárlagahallinn ykist vegna þess að persónuafsláttur í staðgreiðslukerfi skatta hækkaði.

Þór Saari sagði að þingmenn Borgarahreyfingarinnar hefðu í gær hitt fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í mjúkum stólum á Hótel Borg. Hafði hann eftir fulltrúum sjóðsins, að þeim þætti of seint hafa gengið af hálfu stjórnvalda  að gera þetta og hitt.

„Það sem kristallast í þessu frumvarpi er að ríkisstjórnin hleypur upp til handa og fóta til að þjónkast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna þess að hann er eitthvað að hrista hornin framan í hana og kemur fram með frumvarp sem er illa unnið og vont," sagði Þór og bætti við að frumvarpið myndi stórauka skuldir ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að afnema verðtrygginguna.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Íslendingar hefðu þróað flókið kerfi víxlverkana og verðtrygginga sem gerði það að verkum að aðgerðir af þessu tagi gætu haft áhrif á ýmsa aðra liði. Þetta væru sömu áhrif og samskonar aðgerðir fyrr í vetur hefðu haft. 

Hann sagði þessar aðgerðir miðuðu fyrst og fremst að því að vinna bug á þeim vanda, sem við væri að etja á yfirstandandi ári, sem væri sá að það stefni í 20 þúsund milljarða meiri hallarekstur ríkisins en lagt var upp með. Því væru málefnaleg sjónarmið fyrir því, að við núverandi aðstæður þyrfti fólk að greiða hærra verð fyrir áfengi, tóbak og eldsneyti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Markmiðið að koma lifandi í mark“

18:27 Frændsystkinin Gauti Skúlason og Ásthildur Guðmundsdóttir ætla að fara saman hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19. ágúst næstkomandi, eða 21 kílómetra. Þrátt fyrir að Gauti muni hlaupa vegalendina og Ásthildur sitja í sérsmíðuðum hlaupahjólastól, þá eru þau að gera þetta saman. Meira »

25 stig, blankalogn og glampandi sól

17:30 Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum. Meira »

Sóttu slasaðan göngumann við Helgufoss

16:38 Tilkynnt var um slasaðan göngumann við Helgufoss í Mosfellsdal í dag en þar hafði fjölskylda verið í göngu þegar amman missteig sig og slasaðist á ökkla. Meira »

Pottur brann yfir í Garðabæ

16:32 Pottur brann yfir í Boðahlein í Garðabæ í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var nokkur viðbúnaður þegar fyrst var tilkynnt um atvikið en þegar fyrsti dælubíll mætti á vettvang var öðrum bílum snúið við. Meira »

Á bráðamóttöku á Íslandi

16:30 Ferð til Íslands í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives fór ekki eins og ætlað var.  Meira »

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

16:25 Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn. Meira »

Ók á umferðarljós og ljósastaur

15:00 Bifreið var ekið á umferðarljós og ljósastaur við Gullinbrú í Grafarvogi í Reykjavík núna seint á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum. Meira »

Árekstur á Ólafsfjarðarvegi

16:22 Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna bílslyss en vegurinn er lokaður við Syðri-Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Lóðalagerinn tæmdist

14:50 Nær öllum lausum lóðum í Grindavík hefur verið úthlutað og skortur er á húsnæði. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Meira »

Kannabismoldin á borði lögreglu

14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

12:55 Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin ekki borið árangur. Meira »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Kýldur ítrekað í andlitið

11:23 Karlmaður var kýldur ítrekað í andlitið fyrir utan veitingastað í miðborginni snemma í morgun.   Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....